Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.
912005
2.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.
1010008
Viðræður við Þórð Guðjónsson framkvæmdastjóra KFÍA.
Þórður gerði grein fyrir sjónarmiðum KFÍA og forsendum sem liggja að baki framgreindri beiðni félagsins.
3.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA
1008087
Með vísan til tillögu starfshópsins samþykkir Framkvæmdaráð að leggja til við bæjarráð og bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til framkvæma á verkinu.
4.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.
1003134
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir nýrri samþykkt um kattahald á Akranesi. Framkvæmdaráð samþykkir að boða til viðræðna framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á næsta fund ráðsins til að ræða samþykktina og hvernig unnið verði eftir henni.
5.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir nýrri samþykkt um hundahald á Akranesi. Framkvæmdaráð samþykkir að boða til viðræðna framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á næsta fund ráðsins til að ræða samþykktina og hvernig unnið verði eftir henni.
6.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010
1002242
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu Framkvæmdastofu, en rekstrar- og framkvæmdaliðir eru í heild sinni innan samþykktra fjárheimilda að mati framkvæmdastjóra. Framkvæmdaráð samþykkir að senda bæjarráði ásamt aðalskrifstofu gögnin til frekari úrvinnslu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.
7.Verklýsing Ægisbraut suðvesturendi
1005029
1. Skóflan hf, kr. 12.494.000.-
2. Vélaleiga Halldórs Sig. kr. 13.501.000.-
3. Þróttur ehf. kr. 12.730.000.-
Einnig var BÓB sf. og Bjarmar ehf. send verðkönnunargögn.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í þá verkliði sem snúa að Akraneskaupstað, þ.e. gatna- og gangstéttarframkvæmdir. Orkuveita Reykjavíkur tekur afstöðu til verkliða sem snúa að verkþáttum fráveitu og rafmagns. Framkvæmdastjóra falið að kynna niðurstöðu verksins fyrir eigendum mannvirkja við götuna með hliðsjón af innheimtu gatnagerðargjalda á grundvelli samþykktrar gjaldskrár.
8.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011
1009156
Lagt fram.
9.Trjárækt í hestabeitarhólfi
1009053
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.
10.Eignir Akraneskaupstaðar - Sláttuvél og hoppukastalar.
1009158
Framkvæmdaráð leggur til við bæjaráð að ofangreind tæki verði seld.
11.Íþróttahúsið Vesturgötu/Bjarnalaug
1009161
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010 var ekki áætluð nein fjárhæð til endurnýjunar búnaðar eða viðhalds tækja í fjárhagsáætlun íþróttamannvirkja. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði umbeðin aukafjárveiting til kaupa á búnaðinum.
Fundi slitið.
Brynjar gerði nefndarmönnum grein fyrir sínum skoðunum á ástandi æfingarsvæðisins og hvernig best væri að standa að nauðsynlegum endurbótum.