Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

46. fundur 19. október 2010 kl. 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005

Viðræður við Brynjar Sæmundsson, framkvæmdastjóra Grastec ehf. varðandi áætlun sem hann vann vegna enduruppbyggingu æfingarsvæðis á Jaðarsbökkum.

Brynjar gerði nefndarmönnum grein fyrir sínum skoðunum á ástandi æfingarsvæðisins og hvernig best væri að standa að nauðsynlegum endurbótum.

2.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.

1010008

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags. 30.09.2010, þar sem óskað er eftir viðræðum við Akraneskaupstað, hvort áhugi væri á því að ganga til samninga við KFÍA um að félagið annist rekstur Akranesvallar og Akraneshallar.
Viðræður við Þórð Guðjónsson framkvæmdastjóra KFÍA.

Þórður gerði grein fyrir sjónarmiðum KFÍA og forsendum sem liggja að baki framgreindri beiðni félagsins.

3.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

Bréf starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja, þar sem Framkvæmdastofu er falið að kostnaðarmeta endurbætur í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Minnisblað verkefnastjóra Framkvæmdastofu dags. 17. okótber 2010 varðandi áætlaðan kostnað vegna loftræsingu í tveimur æfingasölum ("speglasal" og aðstoðu boxara). Áætlaður kostnaður við verkið er 1.415 þús. kr.

Með vísan til tillögu starfshópsins samþykkir Framkvæmdaráð að leggja til við bæjarráð og bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til framkvæma á verkinu.

4.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.

1003134

Bréf Umhverfisráðuneytis dags. 1. október 2010 þar sem tilkynnt er um staðfestingu nýrrar samþykktar um kattahald á Akranesi sem tekur gildi 1. janúar 2011.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir nýrri samþykkt um kattahald á Akranesi. Framkvæmdaráð samþykkir að boða til viðræðna framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á næsta fund ráðsins til að ræða samþykktina og hvernig unnið verði eftir henni.

5.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Bréf Umhverfisráðuneytis dags. 1. október 2010 þar sem tilkynnt er um staðfestingu nýrrar samþykktar um hundahald á Akranesi sem tekur gildi 1. janúar 2011.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir nýrri samþykkt um hundahald á Akranesi. Framkvæmdaráð samþykkir að boða til viðræðna framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á næsta fund ráðsins til að ræða samþykktina og hvernig unnið verði eftir henni.

6.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Framkvæmdastofu fyrir tímabilið janúar - september 2010. Skýrsla framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 18. október 2010.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu Framkvæmdastofu, en rekstrar- og framkvæmdaliðir eru í heild sinni innan samþykktra fjárheimilda að mati framkvæmdastjóra. Framkvæmdaráð samþykkir að senda bæjarráði ásamt aðalskrifstofu gögnin til frekari úrvinnslu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.

7.Verklýsing Ægisbraut suðvesturendi

1005029

Verðkönnunargögn vegna suðvesturenda Ægisbrautar, götu og gangstéttar unnin af Framkvæmdastofu í október. Fundargerð dags. 18. október 2010 vegna opnunar tilboða í verkið. Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:
1. Skóflan hf, kr. 12.494.000.-
2. Vélaleiga Halldórs Sig. kr. 13.501.000.-
3. Þróttur ehf. kr. 12.730.000.-
Einnig var BÓB sf. og Bjarmar ehf. send verðkönnunargögn.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í þá verkliði sem snúa að Akraneskaupstað, þ.e. gatna- og gangstéttarframkvæmdir. Orkuveita Reykjavíkur tekur afstöðu til verkliða sem snúa að verkþáttum fráveitu og rafmagns. Framkvæmdastjóra falið að kynna niðurstöðu verksins fyrir eigendum mannvirkja við götuna með hliðsjón af innheimtu gatnagerðargjalda á grundvelli samþykktrar gjaldskrár.

8.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 14. október 2010 þar sem greint er frá vinnu Framkvæmdastofu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2011 sem komið hefur verið á framfæri við fjármálastjóra ásamt tillögu um heildarfjárhæð til almenns viðhalds, fjárhæðar til sértæks viðhalds vegna skólaeldhúss Grundaskóla svo og viðhaldsátaki gatna.

Lagt fram.

9.Trjárækt í hestabeitarhólfi

1009053

Samningur við Björn Jónsson, Esjubraut 4, Akranesi um heimild til plöntunar í skammbeitarhólfi sem hann hefur til afnota. Samningurinn kveður á um að þurfi Akraneskaupstaður á landinu að halda gerist það án nokkurra bóta af hálfu Akraneskaupstaðar.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.

10.Eignir Akraneskaupstaðar - Sláttuvél og hoppukastalar.

1009158

Minnisblað rekstrarstjóra íþróttamannvirkja dags. 30.09.2010, þar sem lagt er til að sláttuvél sem Akraneskaupstaður á og hefur ekki verið notuð undanfarin ár verði auglýst til sölu svo og hoppukastalar í eigu kaupstaðarins og voru hugsaðir til afnota í Akraneshöllinni sem hafa verið afar lítið notaðir.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjaráð að ofangreind tæki verði seld.

11.Íþróttahúsið Vesturgötu/Bjarnalaug

1009161

Beiðni rekstarstjóra íþróttamannvirkja dags. 27. september 2010 um heimild til búnaðarkaupa vegna kennslu í Bjarnalaug og íþróttahúsið við Vesturgötu, samtals að fjárhæð kr. 464.000.-

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010 var ekki áætluð nein fjárhæð til endurnýjunar búnaðar eða viðhalds tækja í fjárhagsáætlun íþróttamannvirkja. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði umbeðin aukafjárveiting til kaupa á búnaðinum.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00