Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Dýrahald - breyting á samþykkt - 2010.
1004012
Tillaga um nýjar samþykktir fyrir hunda- og kattahald á Akranesi ásamt nýrri samþykkt um búfjárhald og vinnureglur um úthlutun á slægjustykkjum og umgengnisreglur á beitarlandi.
2.Götuljós.
1004013
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Ákveðið að taka málið til nánari umfjöllunar á næsta fundi þegar betri upplýsingar liggja fyrir.
3.Dýrahald - Fundargerðir starfshóps 2010.
1003046
Framkvæmdaráð færir starfshópnum þakkir fyrir unnin störf. Fundargerðin lögð fram.
4.Bíóhöllin - endurbætur
901158
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra nauðsynlegan frágang samningsins.
5.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.
912005
Viðræður við Hörð Jóhannesson, rekstrarstjóra.
Framkvæmdaráð fjallaði um bréf knattspyrnufélagins og fór yfir þær ábendingar sem þar komu fram. Framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðbótar fjárveitingu til viðhalds og rekturs vallarsvæðsins og fasteigna á Jaðarsbökkum að upphæð 5,5 milljónir króna. Framkvæmdastjóra falið að leggja fyrir framkvæmaráð nánari tillögu um ráðstöfun fjárins.
6.Merking gatna 2010.
1003186
Framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 2. millj. til yfirborðsmerkinga gatna.
7.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa
911039
Framkvæmdaráð mælir með því við bæjarráð að fjárveiting verði veitt í samræmi við framkomna beiðni.
8.Gangstígur meðfram Innnesvegi frá Víkurbraut að Garðagrund-Útboð
1002047
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samkomulagi við verktaka um verkið.
Fundi slitið.
Framkvæmdaráð samþykkir að vísa ofangreindum samþykktum og reglum til formlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt leggur framkvæmdaráð til við bæjarstjórn að samþykkt bæjarstjórnar um að kosið verði um leyfi til hundahalds samhliða sveitastjórnakosningum verði felld úr gildi.