Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

32. fundur 20. janúar 2003 kl. 12:00 - 13:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn mánudaginn 20. janúar 2003 á bæjarskrifstofunni við Stillholt 16-18 og hófst hann kl. 12:00.

_____________________________________________________________

 

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Magnús Guðmundsson,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Herdís Þórðardóttir.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1. Fundargerðir verkfunda frá 2.12. og 20.12. 2002 vegna dýpkunarframkvæmda.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

2. Stálþilsframkvæmdir.
Gerð var grein fyrir stöðu málsins. Hafnarstjórn óskar eftir að fulltrúar
Siglingastofnunar geri grein fyrir hönnun stálþilsins áður en verkefnið verður boðið út.

 

3. Endurnýjun vatnslagna á Bátabryggju.
Yfirhafnarverði falið að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna.

 

4. Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarélaga frá 6.11.2002.
Lögð fram.

 

5. Bréf samgönguráðuneytisins dags. 20.11.2002 varðandi ríkisstyrki til endurbóta á upptökumannvirkjum.
Formaður og hafnarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við fulltrúa Þorgeirs og Ellerts hf. varðandi ástand skipulyftunnar o.fl.  Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að framlengja leigusamning um lyftuna til eins árs.

 

6. Skoðunarferð hafnarstjórnar á Snæfellsnes.
Hafnarstjórn samþykkir að stefna að heimsókn á Snæfellsnes í byrjun
marsmánaðar.

 

7. Önnur mál.
Gerð var grein fyrir málefnum varðandi flotbryggjur og endurnýjun bifreiðar hafnarinnar.  Gunnar óskaði eftir upplýsingum um möguleika á uppsetningu rafmagnstengla fyrir smábáta.  Rætt var um stöðu deiliskipulagsvinnu og var formanni falið að afla upplýsinga um stöðu málsins.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00