Hafnarstjórn (2000-2004)
Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 17. febrúar 2004 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir: Kristján Sveinsson,
Herdís Þórðardóttir,
Björn S. Lárusson,
Magnús Guðmundsson,
Varafulltr. Eiður Ólafsson.
Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður.
Dagskrá:
1. Deiliskipulag hafnarinnar.
Á fundinn mætti Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi. Lagðar voru fram athugasemdir Sementsverksmiðjunnar við tillögum að breytingu á deiliskipulagi á fyllingu við Faxabryggju og varðandi fiskmarkað. Ákveðið hafði verið að falla frá þeim breytingum. Farið var yfir fyrirliggjandi drög og var skipulagsfulltrúa falið að ganga frá þeim breytingum sem ræddar voru og kynna tillöguna í skipulags- og umhverfisnefnd.
2. Bréf Siglingastofnunar, dags. 10.1.2004, varðandi framlög til hafnargerðar á Akranesi árið 2004.
Lagt fram.
3. Bréf bæjarritara, dags. 23.1. 2004, ásamt bréfi Siglingastofnunar, dags. 17.1. 2004, varðandi landbrotsverkefni.
Lagt fram.
4. Bréf Bláfánans, dags. 24.1. 2004.
Lagt fram. Yfirhafnarverði falið að ræða við fulltrúa Siglingastofnunar um ákveðna staði sem nauðsynlegt erað verja.
5. Bréf Öryggismiðstöðvar Íslands, dags. 22.1.2004, varðandi verndaráætlanir fyrir hafnir o.fl.
Lagt fram.
6. Bréf Hönnunar hf., Rafhönnunar hf. og Admon hf,. dags. 19.1.2004, varðandi stöðu mála vegna hafnarverndar. Samningur við Hönnun hf. Admon og Rafhönnun hf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.
7. Bréf Frumherja hf., dags. 26.1. 2004, varðandi skoðun skipa.
Lagt fram.
8. Starfsmannamál.
Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir stöðu mála.
9. Önnur mál.
Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir skoðun Siglingastofnunar
varðandi öryggismál hafnarinnar og athugasemdum
stofnunarinnar. M.a. er þar fjallað um lýsingu við stiga, bjarghringi
o.fl. Yfirhafnarverði aflið að vinna að úrlasun málsins.
Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi
framkvæmdir við þekju aðalhafnargarðs.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 17:15