Íþróttanefnd (2000-2002)
305. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, miðvikudaginn 10.október s.l. 2001 og hófst hann kl. 20:00
Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
Jóhanna Hallsdóttir
Sævar Haukdal ritari
Íþróttafulltrúi:
Fulltrúi ÍA Sturlaugur Sturlaugsson
Fyrir tekið:
Dagskrá:
1. Bréf bæjarráðs dags. 4. október 2001, varðandi umsögn íþróttanefndar um skýrslu PricewaterhouseCoopers.
Íþróttanefnd vill að farið verði eftir fyrri tillögum sínum um skipurit frá 301. fundi 30/5 2001 þ.e.a.s. að sameinað sé starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í eina stöðu sem sjái um faglega vinnu í þessum málaflokkum. Einnig leggur nefndin mikla áherslu á að íþrótta- og æskulýðsmál fari undir Fræðslu- og Menningasvið m.a. vegna mikilvægrar samvinnu milli skóla, æskulýðs- og íþróttahreyfingar. Einn þáttur í þessum málaflokkum eru forvarnir og eiga þeir heima hjá sameinuðu starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í samvinnu við skólayfirvöld. Nefndin fagnar þeirri tillögu að setja einn rekstrarstjóra yfir íþróttamannvirki bæjarins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.30
Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Sævar Haukdal
Jóhanna Hallsdóttir
Sturlaugur Sturlaugsson