Íþróttanefnd (2000-2002)
313. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, þriðjudaginn 21. maí 2002 og hófst hann kl. 20:00
Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Hauksson
Sigurður Haraldsson
Íþróttafulltrúi:
Fulltrúi ÍA Sturlaugur Sturlaugsson
Fyrir tekið:
1. Starfslýsing tómstunda- og forvarnarfulltrúa.
Íþróttanefnd gerir ekki athugasemdir við starfslýsinguna.
2. Tækjakaup.
Beiðni frá rekstrarstjóra íþróttamiðstöðvar vegna kaupa á nýrri gólfþvottavél tekin til umfjöllunar. Nefndin frestar afgreiðslu á því máli.
3. Samantekt á kostnaði íþróttafélaganna við þjálfun barna og unglinga.
Samantekt vegna kostnaðar íþróttafélaganna við þjálfun barna og unglina yngri en 15 ára liggur fyrir og verður send bæjarráði til umfjöllunar.
4. Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.00.
Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir formaður.
Sigurður Haraldsson.
Jóhanna Hallsdóttir.
Sigurður Hauksson
Sturlaugur Sturlaugsson.