Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

36. fundur 15. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:33 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Bókasafn Akraness, útlán 2016

1611081

Halldóra Jónsdóttir kynnir þróun í útlánum Bókasafns Akraness á undanförnum árum.
Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður, kynnti þróun á útlánum Bókasafns Akraness á undanförnum árum. Hún lýsti yfir áhyggjum af þróun útlána á árinu 2016 en útlán eru á niðurleið. Svipaða þróun má sjá hjá öðrum bókasöfnum á landinu. Nefndin telur að það þurfi að leggja aukna áherslu á samvinnu við ungu kynslóðina og hvetja til notkunar á sjálfsafgreiðsluvél.

2.Menningarmál - starfsáætlun 2016

1511349

Ræddar verða mögulegar breytingar frá upphaflegum áætlunum ársins 2016 á ráðstöfun fjármuna milli viðburða á vegum nefndarinnar.
Menningar- og safnanefnd ákvað að ráðstafa fjármunum milli viðburða á vegum nefndarinnar með öðrum hætti en upphaflega stóð til. Fjárveitingu til reglubundinna árlegra viðburða verður ráðstafað til tilraunaverkefnisins Leitin að jólasveininum í Garðalundi.

Ef vel tekst til mun nefndin skoða að gera samning til þriggja ára við framkvæmdaraðila verkefnisins með það að leiðarljósi að verkefnið beri sig sjálft að þeim tíma liðnum.

Viðburðinum Jólatrésskemmtun á Akratorgi verður breytt með þeim hætti að hann mun fara fram á skólatíma. Leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólanna verður boðið að koma og taka þátt í tendrun ljósa jólatrésins. Viðburðurinn verður unninn í samvinnu við leikskólastjóra og skólastjóra grunnskólanna. Nefndin hvetur alla bæjarbúa sem tök hafa á að taka þátt.

Forstöðumanni menningar- og safnamála er falið að kynna breytingarnar.

3.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2017

1609009

Drög að starfsáætlun Menningar- og safnefndar 2017 verða lögð fram.
Forstöðumaður lagði fram starfsáætlun menningar- og safnamála fyrir 2017. Áætlunin var uppfærð og forstöðumanni falið að skila henni til bæjarráðs þegar lokaupplýsingar liggja fyrir.

4.Vökudagar 2016

1609010

Forstöðumaður kynnir stutta samantekt á nýafstöðnum Vökudögum.
Almenn ánægja var meðal nefndarmanna með hvernig til tókst. Nefndin þakkar forstöðumanni fyrir vel unnin störf, þeim sem lögðu sitt af mörkum og bæjarbúum fyrir góða þátttöku.

Fundi slitið - kl. 19:33.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00