Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

78. fundur 23. október 2019 kl. 18:00 - 20:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Forstöðumaður stýrir vinnu við forgangsröðun nefndarinnar á fjármunum vegna fjárhagsáætlunar 2020 skv. fyrirmælum sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Nefndin forgangsraðaði atriðum skv. fyrirmælum sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Nefndin vann forgangsröðun út frá gildandi menningarstefnu og áhersluverkefnum í málaflokknum. Forstöðumanni er falið að koma niðurstöðum nefndarinnar á framfæri við bæjarráð.

2.Jólagleði í Garðalundi

1910065

Viðræður forsvarsmanna verkefnisins Jólagleði í Garðalundi um framtíð verkefnisins við menningar-og safnanefnd.
Hlédís Sveinsdóttir og Sara Hjördís Blöndal kynntu framgang verkefnisins Jólagleði í Garðalundi sem haldið verður í fjórða sinn 14. desember. Lýstu þær áhuga á áframhaldandi samstarfi við Akraneskaupstað til komandi ára. Nefndin er jákvæð í garð áframhaldandi samstarfs en ákvörðun um fyrirkomulag bíður afgreiðslu fjárhagsáætlunnar 2020.

3.Umsókn um breytingar á styrkjatilhögun fyrir Skagaleikflokkinn

1910153

Forstöðumaður leggur fram innsent erindi Leikfélagsins Skagaleikflokksins.
Guðmundur Claxton og Jónella Sigurjónsdóttir yfirgáfu fundinn.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að umbeðnar breytingar á styrkjatilhögun. Forstöðumanni menningar- og safnanefndar er falið að ganga frá afgreiðslu styrkjanna.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00