Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Barnamenningarhátíð 2024
2301084
Sigursteinn Sigurðsson verkefnastjóri menningar- og velferðarsviðs Vesturlands kynnir fyrirhugað verkefni barnamenningar 2024.
2.Móttökuver héraðsskjalasafna - rafræn skil
2212173
Erla Dís Sigurjónsdóttir héraðskjalavörður situr fundinn undir þessum dagskrálið.
Kynning á viljayfirlýsingu héraðsskjalavarða um samstarf héraðsskjalasafna um móttöku rafrænna gagna og að til verði eitt móttökuver sem söfnin nýti sér í sameiningu.
Fimmtán héraðsskjalaverðir skrifuðu undir, af 20, en ástæða þess að fimm vantar er að þeir voru ekki á staðnum þegar skrifað var undir. Þessir fimm hafa lýst yfir vilja til samstarfsins.
Í kjölfarið hefur verið stofnaður stýrihópur sem vinnur málið áfram.
Menningar- og safnanefnd þakkar Erlu Dís fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með frumkvæði og samstöðu héraðsskjalavarða á landsvísu. Nefndin áréttar mikilvægi samvinnu við fagráð Sambands íslenskra sveitarfélaga um stafræn mál og því sérstaklega ánægjulegt að tveir héraðsskjalaverðir séu fulltrúar í verkefninu um rafræn skil sveitarfélaga.
Nefndin óskar eftir reglubundinni upplýsingagjöf um framþróun málsins.
Erla Dís Sigurjónsdóttir víkur af fundi.
Nefndin óskar eftir reglubundinni upplýsingagjöf um framþróun málsins.
Erla Dís Sigurjónsdóttir víkur af fundi.
3.Starfsáætlun viðburða 2023
2301085
Starfsáætlun viðburðarhalds 2023 staðfest.
Gert er ráð fyrir eftirtöldum dagsetningum vegna viðburða á árinu:
a. Þrettándagleði 6.janúar 2023
b. Vetrardagar á Akranesi 16.-19. mars 2023
c. Sjómannadagurinn 4. júní 2023
d. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2023
e. Írskir dagar 29. júní - 2. júlí 2023
f. Vökudagar 26. október - 5. nóvember 2023
g. Jólatrésskemmtun á Akratorgi 2. desember 2023
Samþykkt 5:0
Gert er ráð fyrir eftirtöldum dagsetningum vegna viðburða á árinu:
a. Þrettándagleði 6.janúar 2023
b. Vetrardagar á Akranesi 16.-19. mars 2023
c. Sjómannadagurinn 4. júní 2023
d. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2023
e. Írskir dagar 29. júní - 2. júlí 2023
f. Vökudagar 26. október - 5. nóvember 2023
g. Jólatrésskemmtun á Akratorgi 2. desember 2023
Samþykkt 5:0
4.Skaginn syngur inn jólin
2111115
Beiðni um þriggja ára samstarfssamning við Akraneskaupstað varðandi viðburðinn Skaginn syngur inn jólin.
Nefndin lýsir yfir ánægju með verkefnið og hvetur skipuleggjendur til áframhaldandi góðra verka.
Því miður rúmast styrkbeiðnin ekki innan fjárhagsheimilda menningar- og safnanefndar árið 2023 og getur nefndin því ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
Umsækjanda er bent á styrktarsjóð menningarverkefna, en opið er fyrir umsóknir á heimasíðu Akraneskaupstaðar til og með 31. janúar 2023.
Samþykkt: 5:0
Því miður rúmast styrkbeiðnin ekki innan fjárhagsheimilda menningar- og safnanefndar árið 2023 og getur nefndin því ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
Umsækjanda er bent á styrktarsjóð menningarverkefna, en opið er fyrir umsóknir á heimasíðu Akraneskaupstaðar til og með 31. janúar 2023.
Samþykkt: 5:0
Fundi slitið - kl. 19:45.
Málið verður tekið upp að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Sigursteinn víkur af fundi.