Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

133. fundur 22. maí 2024 kl. 16:30 - 20:05 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningarmála
Dagskrá

1.Umsókn styrk til menningartengdra verkefna

2401150

Ólafur Páll Gunnarsson óskar eftir að hitta menningar og safnanefnd og ræða um mögulega framtíð Heima-SKAGA.
Menningar- og safnanefnd þakkar Ólafi Páli fyrir gott samtal um metnaðarfullu tónlistarhátíðina Heima-SKAGA. Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.
Ólafur Páll víkur af fundi.
Ingibjörg Ösp, forstöðumaður bókasafnsins tekur sæti á fundinum

2.Endurnýjun gólfefnis Bókasafns Akraness

2405051

Ingibjörg Ösp forstöðumaður bókasafnsins situr fundinn undir þessum lið.



Huga þarf að endurnýjun á gólfefni Bókasafns Akraness. Farið er að sjá all svakalega á steinteppi í aðalrými bókasafnsins.
Menningar- og safnanefnd þakkar Ingibjörgu fyrir upplýsingar um stöðu mála.
Ljóst er að bregðast þarf við hið fyrsta og óskar nefndin eftir því að skipulags- og umhverfissvið meti umfang og kostnað í samráði við forstöðumann bókasafnsins.

Verkefnastjóra er falið að koma málinu í farveg.

3.Bókasafn Akraness 160 ára

2405050

Líða fer að afmæli bókasafnsins. Til umræðu verður afmælisdagskrá eða viðburðir í tilefni af 160 ára afmælinu.
Afmælisdagur Bókasafns Akraness er miðvikudaginn 6. nóvember 2024, menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að skipuleggja afmælisdagskrá í samvinnu við forstöðumann bókasafnsins.





Ingibjörg víkur af fundi.
Hjörvar Gunnarsson tekur sæti á fundinum.

4.Írskir dagar 2024

2405054

Viðburðastjóri fer yfir stöðuna fyrir Írska daga 2024.
Menningar- og safnanefnd þakkar viðburðastjóra fyrir yfirferð á fyrstu drögum af dagskrá Írskra daga og áhugavert að sjá spennandi breytingar sem tilkynntar verða þegar nær dregur.

5.17 júní þjóðhátíðardagur 2024

2403111

Verkefnastjóri fer yfir stöðuna á dagskránni fyrir Þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Menningar- og safnanefnd þakkar viðburðastjóra fyrir yfirferð á dagskrá 17. júní sem nú er farin að taka á sig skýra mynd. Nefndin hvetur bæjarbúa til að taka þátt í hátíðarhöldum en að þessu sinni verður haldið upp á 80 ára afmæli lýðveldisins.
Hjörvar Gunnarsson víkur af fundi.

6.Barnamenningarhátíð 2024

2301084

Verkefnastjóri fer yfir dagskrá barnamenningarhátíðar.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra menningarmála fyrir yfirferð á metnaðarfullri og skemmtilegri dagskrá Barnamenningarhátíðar Akraneskaupstað. Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að nýta hvert tækifæri til þess að upplifa og njóta menningar með börnum í sínu lífi. Dagskrána má sjá í heild sinni á www.skagalif.is.

7.Byggðasafnið verkefni fyrri hluti árs 2024

2405055

Verkefnastjóri leggur fram samantekt frá sýningarstjóra Byggðasafsnins í Görðum með stöðu verkefna á safninu.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir samantekt sýningarstjóra á verkefnastöðu mars og apríl mánaðar á safninu sem var lögð fram á fundinum.

Fundi slitið - kl. 20:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00