Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
Ár 2001, mánudaginn 28. maí kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar í fundarherbergi Akraneskaupstaðar.
Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Helga Magnúsdóttir, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Auk þeirra sat Helga Gunnarsdóttir fundinn.
Auk þeirra sat Helga Gunnarsdóttir fundinn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Nýtt bókasafnskerfi. Fjallað var um nýtt landskerfi bókasafna en nú liggur fyrir áætlun um stofnkostnað og rekstrarkostnað kerfisins. Nefndin hefur fjallað ítarlega um kosti þess að hafa eitt kerfi fyrir allt landið og mælir með því við bæjarráð að Akraneskaupstaður gerist aðili að þessu kerfi.
2. Nefndrmenn fóru síðan og kynntu sér nýja aðstöðu Steinasafnsins að Görðum í fylgd Þorsteins Þorleifssonar.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Helga Gunnarsdóttir (sign)