Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
28. fundur menningarmála- og safnanefndar var haldinn í fundarherbergi, bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 4. nóvember 2004 og hófst kl. 17:00.
Mætt:
Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður
Jósef Þorgeirsson
Jón Gunnlaugsson
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
Inga Ósk Jónsdóttir
Einnig sátu fundinn Halldóra Jónsdóttir bæjarbókarvörður, Kristján Kristjánson héraðsskjalavörður og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Fjölskyldustefnumótun með tilliti til menningarmála.
Farið yfir dagskrárliði og gengið frá lausum endum. Fjallað um þörf fyrir stefnumörkum til lengri tíma í menningarmálum. Undanfarin mörg ár hefur málaflokkurinn einkennst af tilviljanakenndum ákvörðunum. Ákveðið að halda vinnufund sunnudaginn 21. nóvember kl. 10:30. Fundarmenn munu senda tillögur til sviðsstjóra fyrir fundinn.
2. Önnur mál.
Halldóra sagði frá því að Jón Sævar Baldvinsson deildarstjóri á Bókasafni Akraness sagði starfi sínu lausu með bréfi dagsettu 12. október 2004.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.