Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

53. fundur 24. nóvember 2006 kl. 14:00 - 16:00

 53. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn föstudaginn 24. nóvember 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 14:00.


 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Hjördís Garðarsdóttir

                        Bergþór Ólason

                        Björn Elíson

 

 

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð, Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum og Jóhanna Jónsdóttir, forstöðumaður Kirkjuhvols.


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

 

1.              Að loknum Vökudögum 2006.  Minnispunktar bæjarritara lagðir fram.

Samkvæmt lauslegri samantekt er áætlað að vel á fimmta þúsund manns hafi sótt viðburði Vökudaga sem að mati nefndarinnar tókust í megin atriðum afar vel.  Menningarmála- og safnanefnd færir þeim fjölmörgu aðilum sem komu að viðburðum, undirbúningi og skipulagningu Vökudaga 2006 kærar þakkir fyrir þeirra framlag.

 

2.       Auglýsing Menningaráðs vegna styrkveitinga 2007.

Bæjarritari kynnti samþykkt Menningarráðs um forsendur vegna styrkveitinga ársins 2007.  Menningarmála- og safnanefnd hvetur stofnanir bæjarins og aðra aðila sem vilja standa fyrir menningarviðburðum á Akranesi, að sækja um styrk vegna viðburða á árinu 2007 og tengja það væntanlegum Vökudögum 2007 sem haldnir verða að venju í byrjun nóvember.

 

3.       Heimsókn í Borgarbyggð.

Í boði menningarnefndar Borgarbyggðar fór menningarmála- og safnanefnd í heimsókn til Borgarbyggðar og kynnti sér starfsemi í menningarmálum í Borgarbyggð, m.a. starfsemi Safnahús Borgarfjarðar, héraðsbókasafns Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafns, Landnámsseturs og fleira.

 

 

Fleira ekki gert, áætluð lok fundarins er kl. 19:00.

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00