Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

55. fundur 06. mars 2007 kl. 09:00 - 19:00

55. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn þriðjudaginn 6. mars 2007 með skoðunarferð í stofnanir sem heyra undir Menningarmála- og safnanefnd og hófst hann kl. 17:00.


 Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                       Valgarður Jónsson

                       Bergþór Ólason.

Varamaður:     Þorgeir Jósefsson.

 

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.  Hjördís Garðarsdóttir og varamaður hennar boðuðu forföll.


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

 Fyrir tekið:

 

1. Húsnæði bókasafnsins skoðað.

Nefndarmenn kynntu sér ástand húsnæðisins og rekstur safnsins sem hýsir bóka-, héraðsskjala- og ljósmyndasafn Akraness.

 

2. Húsnæði Listasetursins Kirkjuhvols skoðað.

Nefndarmenn kynntu sér ástand húsnæðisins.

 

3. Húsnæði Bíóhallarinnar skoðað.

Nefndarmenn kynntu sér ástand húsnæðisins.

 

4. Samvinna við Borgarbyggð í menningarmálum.

Formaður og bæjarritari gerðu grein fyrir viðræðum sínum við formann menningarnefndar Borgarbyggðar og menningarfulltrúa um samstarf á milli aðila.  Menningarmála- og safnanefnd samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um samstarf og felur bæjarritara að undirbúa formlega viðhöfn sem fyrirhuguð er þann 13. apríl n.k.

         

5. Málefni Ljósmyndasafns Akraness.

Eftirfarandi gögn voru lögð fram til kynningar:

Drög að greinargerð um Ljósmyndasafn Akraness.

Drög að nýjum samþykktum fyrir Ljósmyndasafn Akraness.

Drög að gjafaafsali fyrir gefendur mynda í safnið.

 

Menningarmála- og safnanefnd mun taka málið til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

 

6. Vökudagar 2007.

Menningarmála- og safnanefnd samþykkir að Vökudagar árið 2007 verði 1. ? 10. nóvember n.k.  Menningarmála- og safnanefnd hvetur einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í og standa fyrir viðburðum á Vökudögum með það að markmiði að gera Vökudaga að fjölbreyttri og skemmtilegri hátíð fyrir bæjarbúa.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00