Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

12. fundur 04. febrúar 2014 kl. 17:00 - 19:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Sigríður Hrund Snorradóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
  • Rún Halldórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Bókasafn - kynning

1402001

Halldóra Jónsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Akraness mætir á fundinn kl. 17:00.

Halldóra kynnir starfsemi bókasafnsins og hvernig það sinnir lagalegum skyldum sínum auk þess sem það sinnir hlutverki sínu sem lifandi safn. Dæmi um verkefni sem Halldóra nefndi eru eftirfarandi.

  • Í bígerð er að vera með fjóra viðburði á bókasafninu sem tengjast mótun mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar. Viðburðirnir verða síðdegis á fimmtudögum.
  • Síðdegi á Ljósmyndasafni Akraness er annað verkefni sem fer brátt af stað, gert er ráð fyrir að gestir geti skoðað vefinn með starfsmanni.
  • Heimanám í samstarfi við Rauða Krossinn að fyrirmynd frá Borgarbókasafninu þar sem verkefnið kallast "Heilahristingur" er á hugmyndastigi hjá Bókasafninu.
  • Sumarlestur er orðinn árlegur á safninu og þá fá þátttakendur einhvers konar litla viðurkenningu fyrir þátttöku.
  • 150 ára afmæli Bókasafnsins verður 6. nóvember n.k. en fundargerðabækur frá fyrstu árunum eru til á safninu. Nokkrir viðburðir eru fyrirhugaðir á árinu vegna afmælisins.

Halldóra yfirgefur fundinn kl. 18:00.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - menningarmálanefnd

1309214

Verkefnastjóri fór yfir fjárhagsáætlun ársins.

3.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2014

1312005

Farið yfir viðburðadagatal ársins 2014.

Rætt um viðburðadagatalið og hátíðir ársins og hvernig er hægt að móta stemningu vegna viðburðanna á bænum.

Formanni og verkefnastjóra falið að vinna áfram að viðburðadagatalinu.

Rún Halldórsdóttir fór af fundi kl 18:20 og Hjördís Garðarsdóttir kom á fund kl 18:20.

4.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2014

1312005

Rætt um tónlistarhátíð á vormánuðum 2014.

Verkefnastjóri kynnti hugmyndir að tónleikaveislu að vori.

5.Menningarmálanefnd - styrkir, verklagsreglur

1402002

Formanni og verkefnastjóra falið að vinna drög að verklagsreglum.

6.Menningamálanefnd - styrkbeiðnir

1402024

Farið yfir styrkumsóknir.

Hrund Snorradóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins með vísan í vanhæfnisreglu sveitarstjórnalaga.

Nefndin fjallaði um styrkumsóknir er tilheyra menningarmálum og vísar umsóknunum til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00