Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

19. fundur 02. september 2014 kl. 17:00 - 19:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
  • Elinbergur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Formaður menningarmálanefndar setur fundinn.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri ávarpar nefndina.

1.Erindisbréf fyrir menningarmálanefnd

1304175

Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.
Nefndarmenn ræddu vítt og breitt um hlutverk sitt. Regína Ásvaldsdóttir ræddi um verksvið nefndarinnar og vék af fundi kl 17.25.
Verkefnastjóra er falið að rita fundargerðir.

2.Menningarstefna Akraneskaupstaðar

1401110

Drög að menningarstefnu Akraneskaupstaðar ásamt bréfi menningarmálanefndar dags. 4.6.2014, þar sem menningarstefnunni er vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bréf bæjarráðs dags.13.6.2014, þar sem menningarstefnu er vísað til nýrrar menningarmálanefndar.
Drögin lögð fram.

3.Vökudagar 2014

1408172

Bæklingur Vökudaga 2013, lagður fram.
Umræður um Vökudaga og viðburði.
Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir tilnefningum fyrir menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2014. Opið verður fyrir tilnefningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar til 3. október.

4.Leikfélagið Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1408050

Erindi Skagaleikflokksins dags. 11.8.2014, vegna húsnæðismála.
Menningarmálanefnd hefur borist erindi frá bæjarstjóra varðandi beiðni Skagaleikflokksins um afnot af húsnæði á neðstu hæð skrifstofubyggingar fyrrum Sementsverksmiðjunnar. Nefndin skoðaði umrætt húsnæði og leggur til að Leikfélagið Skagaleikflokkurinn fái afnot af húsnæðinu fyrir sína starfsemi í samráði við bæjarstjóra gegn því að samningur verði mótaður.
Formanni og verkefnastjóra falið að móta samkomulag í samráði við bæjarstjóra.

5.Húsnæði vegna menningartengdrar starfsemi - heimsókn á Mánabraut 20

1408174

Menningarmálanefnd og verkefnastjóri skoðuðu hluta húsnæðis gömlu Sementsverksmiðjunnar með menningartengda starfsemi í huga.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00