Öldungaráð
Dagskrá
1.Ræstitækni - umsögn til Gæða- og eftilitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar
2105020
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú til meðferðar umsókn frá Þóri Gunnarssyni kt. 310762-7849 f.h. Ræstitækni ehf. kt. 460502-4460. Umsóknin byggist á 10. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020.
Umsóknin eru dags. 10. september 2020.
Umsóknin eru dags. 10. september 2020.
Málið var tekið fyrir á sameiginlegum fundi Notendaráðs og Öldungaráðs. Sameiginleg niðurstaða Notendaráðs og Öldungaráðs er að sú þjónusta sem fyrirtækið Ræstitækni ehf. hefur veitt þjónustuþegum Akraneskaupstaðar hafi verið til fyrirmyndar. Ráðin mæla því með því að Ræstitækni ehf. verði veitt umbeðið starfsleyfi.
2.Reglur Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu
2105093
Á 154. fundur Velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn 19. maí 2021 var tekið fyrir mál Reglur Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu. Drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu liggja fyrir. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um stuðnings og stoðþjónustu til umsagnar hjá Öldungaráði.
Málið var tekið fyrir á sameiginlegum fundi Notendaráðs og Öldungaráðs. Ráðin leggja til smávægilegar orðabreytingar. Ráðin lýsa ánægju sinni á fyrirliggjandi drögum og þeirri vinni sem liggur í að samþætta eldri reglur.
Fundi slitið - kl. 17:30.