Fara í efni  

Öldungaráð

14. fundur 18. mars 2022 kl. 10:30 - 12:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Elínbjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Elí Halldórsson aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir
  • Svala Kristín Hreinsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings og stoðþjónustu
Dagskrá
Þjóðbjörn Hannesson boðaði forföll og Böðvar Jóhannesson nýr varamaður FEBAN sat fundinn.
Kristín Björg Jónsdóttir deildarstjóri stuðnings og stoðþjónustu sat fundinn.

1.Gjaldskrár 2022

2109170

Vísa til umræðu frá 13. fundi Öldungaráðs 25. febrúar síðastliðinn. Ákveðið var að halda sérstakan fund um gjaldskrármál sem tengjst 67 ára og eldri.
Ödungaráð leggur áherslu á mikilvægi heilsueflingar eldri borgara og fjölbreytta frístundaþátttöku sem stuðlar að betri lífsgæðum og færni. Akranes er heilsueflandi samfélag og í samræmi við þær áherslur leggur Öldungaráð til við bæjarstjórn að tekið verði upp tómstundarframlag fyrir 67 ára og eldri. Samskonar fyrirkomulag og er í boði fyrir börn og ungmenni. Lagt er til að árlegt framlag fyrir fullorðinn einstakling verði það sama og gildir fyrir börn og ungmenni.
Markmiðið með þessu er að gera eldri íbúum bæjarins kleift að taka þátt í fjölbreyttu íþrótta og tómstundastarfi óháð efnahag og að efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.

2.Öldungaráð Akraneskaupstaðar 2019-2022.

1902030

Umræða um nýjan varamann í Öldungaráð. Sett inn að beiðni Jónu Ágústu Adolfsdóttur.
Viðar Einarsson hættir sem varamaður fyrir FEBAN og Böðvar Jóhannesson er tilnefndur í hans stað.

3.Hjúkrunar- og dvalarheimili biðlisti 2022

2203169

Biðlisti í varanlega búsetu á Höfða.
Í mars 2022 eru 41 skráðir á biðlista. Allir eru í brýnni þörf fyrir varanlega búsetu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands í desember 2021 voru íbúar 77 ára og eldri 421. Þar af voru 159 sem voru 85 ára og eldri.
Öldungaráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu málsins og lengd biðlista. Öldungaráð beinir því til bæjarstjórnar Akraness að beita sér af hörku fyrir lausn málsins. Lausnin felst í því að óska eftir því við stjórnvöld að fjölga hjúkrunarrýmum, hvíldarrýmum. Á meðan staðan er með þessum hætti eykst álag á stuðningsþjónustu sveitarfélagsins, heimahjúkrun og legudeildum HVE þar sem einstaklingar bíða úrlausnar eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00