Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)
Fundur nr. 64, þriðjudaginn 2. október 2007 í bæjarþingsal. Fundur hófst kl. 17:00.
Mættir: Jón Gunnlaugsson,
Magnús Þór Hafsteinsson,
Leó Jóhannesson.
Björn Gunnarsson.
Bergþór Ólason.
Auk nefndarmanna sat Gunnlaugur Haraldsson sagnaritari fundinn. Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sat fund í byrjun.
Dagskrá:
1. Fundur settur af formanni. Jón Pálmi gerði grein fyrir tilboði sem borist hefur í gerð korta fyrir verkið. Minnisblaði þar að lútandi með yfirliti yfir fjölda korta lagt fram og dreift á fundinum. Gunnlaugur gerði grein fyrir kortunum sem fyrirhuguð eru í verkið.
Nefndin mælir með því að gengið verði til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
2. Farið yfir stöðu verksins. Kaflar II og III hafa verið afhentir ritnefnd til yfirlestrar.
Kafli II Örnefni og búsetuminjar í landnámi Bresasona 91 bls.
Kafli III Frá landnámi til loka 13. aldar 135 bls.
Kafli II Í yfirlestri hjá staðkunnugum.
Kafli III Í yfirlestri hjá sagnfræðingi.
Gunnlaugur leggur til að leitað verði samninga um umbrotsvinnu. Rætt um framgang verksins og horfur. Nefndarmenn fá í hendur kafla um 18. og 19. öld í vikunni. Nefndin sammála um að funda innan fárra daga.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Magnús Þór Hafsteinsson (sign)
Jón Gunnlaugsson (sign)
Leó Jóhannesson (sign)
Björn Gunnarsson (sign)
Bergþór Ólason (sign)
Gunnlaugur Haraldsson (sign)