Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
21. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 31. mars 2003 kl. 15:30.
Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson, Þráinn Elías Gíslason, Kristján Sveinsson.
Auk þeirra voru mættir Þorvaldur Vestmann Magnússon, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Hrafnkell Á Proppé, sem ritaði fundargerð.
1. Landgræðsluskógar, kynning Mál nr. SU030025
Umhverfisfulltrúi kynnir hugmyndir varðandi landgræðsluskóga.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndir um að tengja framtíðarskógræktarsvæði við Garðalund. Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
2. Staðardagskrá 21, ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri Mál nr. SU030017
Umhverfisfulltrúi segir frá ráðstefnu um Staðardagskrá 21 sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri 14.-15. mars 2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hafin verði vinna við gerð umhverfisstefnu í hverri bæjarstofnun. Einnig verði hafinn undirbúningur á grænu bókhaldi. Umhverfisfulltrúa falið að setja saman leiðbeiningar fyrir stofnanir.
3. Skýrsla Vegagerðarinnar í Borgarnesi, um girðingar, smölun og umferðaróhöpp Mál nr. SU030028
Bréf bæjarráðs, dags. 28. febrúar 2003, venga bréfs Vegagerðarinnar dags. 20.02.2003 þar sem send er skýrsla Vegagerðarinnar í Borgarnesi um girðingar, smölun og umferðaróhöpp.
Lagt fram.
4. Lóðarúthlutun við Jörundarholt, mótmæli Mál nr. SU030027
Bréf bæjarráðs Akraness, dags. 20. mars 2003, vegna bréfs Hrannar Ríkharðsdóttur og Þórðar Elíassona,r dags. 15. 03. 2003, þar sem mótmælt er lóðarúthlutun á óskipulögðu svæði við Jörundarholt.
Skipulags - og umhverfisnefnd hefur í samræmi við samþykkt bæjarráðs hafið undirbúning að aðalskipulagsbreytingu á viðkomandi svæði.
Lóðaúthlutun heyrir ekki undir nefndina en réttur bréfritara til athugasemda í skipulagsferlinu er tryggður með lögum.
5. Aðalskipulagsbreyting, Jörundarholt, Víðigrund Mál nr. SU030026
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu á opnu svæði við Jörundarholt og Víðigrund. Tillagan gerir ráð fyrir að hluti opna svæðisins verði tekið undir íbúðabyggð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu til auglýsingar.
6. Vegtenging milli Hafnarbrautar og Vesturgötu, deiliskipulag Mál nr. SU030005
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir að tengigata milli Hafnarbrautar og Vesturgötu verði færð til norðurs og lóðamörk Vesturgötu 4 og 6-8 og Hafnarbrautar 10 og 12 breytist í samræmi við það.
Jafnframt er afmarkaður byggingarreitur fyrir bílgeymslu á lóðinni nr. 17 við Vesturgötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að breytingartillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu til auglýsingar.
7. Skólabraut 2-4, innkeyrsla Mál nr. SU030024
430299-2719 Útlit ehf., Skólabraut 2-4, 300 Akranesi
Áður frestað erindi. Bréf Þorsteins Vilhjálmssonar dags. 16. febrúar 2003 f.h. Útlits ehf. Skólabraut 2-4, þar sem óskað er eftir að fá innkeyrslu meðfram húsinu að norðan að innkeyrsludyrum á baklóð.
Viðkomandi erindi samræmist gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina, sem hefur þó ekki komið til framkvæmda. Tækni- og umhverfissviði falið að vinna að lausn málsins.
8. Skólabraut 18, stækkun íbúðar Mál nr. SU030030
Bréf Jóns Arnars Sverrissonar, dags. 14. mars 2003, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta verslunarrými á 1. hæð í íbúð.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á erindið þar sem breytingin rúmast innan ramma deiliskipulags fyrir lóðina.
9. Aðalskipulag Akraness, Staða Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Farið yfir stöðu aðalskipulagsvinnu.
Málið rætt.
10. Krókatún, hraðaakstur Mál nr. SU030029
Bréf bæjarráðs, dags. 21. febrúar 2003, vegna bréfs íbúa við Krókatún, dags. 17.02.2003, þar sem ítrekuð er beiðni íbúanna um að eitthvað verði gert til að takmarka hraðaakstur í götunni.
Tækni- og umhverfissviði er falið að leggja fyrir nefndina tillögu að skiptingu gatnakerfisins í mismunandi umferðarhraðasvæði.
11. Dagur umhverfisins 25. apríl, bréf frá umhverfisráðuneyti Mál nr. SU030031
Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 25. mars 2003 þar sem minnt er á Dag umhverfisins 25. apríl.
Umhverfisfulltrúa falið að gera tillögur að dagskrá á Degi umhverfisins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15