Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
40. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18, mánudaginn 13. október 2003 kl. 15:30.
Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson formaðurÞráinn Elías Gíslason Kristján Sveinsson Guðni Runólfur Tryggvason Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra var mættur Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð
1. Íbúaþing, niðurstöður Mál nr. SU030052
Fulltrúar ALTA, mættu á fundinn og skiluðu af sér verkefninu.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Hildur Kristjánsdóttir kynntu helstu niðurstöður greinagerðar um íbúaþing.
Ákveðið var að senda öllum bæjarfulltrúum eintak af skýrslunni og að hún verði birt á heimsíðu Akraneskaupstaðar.
2. Aðalskipulag Akraness, Kirkjubraut/ Akratorg Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Fulltrúar, arkitekta Gylfi Guðjónssonar og félaga ehf. komu á fundinn.
Árni Ólafsson skipulagsfræðingur og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur kynntu niðurstöður könnunar á Miðbæjarsvæði Akraness.
Í framhaldinu verður lögð fram skýrsla um helstu niðurstöður málsins.
3. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030012
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf. Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Bréf Jens M. Magnússonar fh. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. dags. 08.10.2003 þar sem sótt er um deiliskipulagsbreytingu á klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna lóðarinnar að Eyrarflöt 6.
Nefndin felst á umsókn bréfritara um breytingu á deiliskiplagi sem felast í að fallið verði frá ákvæðum um niðurgrafinn bílakjallara og um að húsið liggi í bundinni byggingarlínu. Nefndin getur jafnframt fallist á breytingu á innakstri inn á bílaplan og staðsetningu göngustígs.
Ennfremur verði gerð breyting á byggingarreit til suðurs sem nemur 3 metrum.
Greinagerð Runólfs Sigurðssonar lögð fram. Í greinargerðinni koma fram ýmiss atriði sem nefndin getur ekki tekið undir.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Magnús Guðmundsson vék af fundi meðan erindið var afgreitt.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:40