Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

42. fundur 27. október 2003 kl. 09:00 - 10:15

42. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 27. október 2003 kl. 09:00.


Mættir á fundi:  Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Guðni Runólfur Tryggvason, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.



1. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030012
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf., Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna lóðarinnar að Eyrarflöt 6. Uppdráttur með greinargerð dags. 21.10.2003.

Vísað er í fyrri bókanir varðandi sama mál þar sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 lóðarhöfum við Eyrarflöt, eigendum á  Garðagrund 3, eigendum að Tindaflöt 1, 3, 5, 12, 14 og 16.


2. Stofnanareitur- Stillholt 2, breytt skipulag (000.813.01) Mál nr. SU030063
700498-2129 Markvert ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi

Tillaga að breytingu á deilskipulagi Stofnanareits vegna lóðarinnar að Stillholti 2. Uppdráttur með greinargerð dags. 20.10.2003.
Vísað er í bókun nefndarinnar frá 41. fundi, lið 5 varðandi sama mál.
Deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt samkvæmt  2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eigendum húsa nr. 1, 3 og 5 við Stekkjarholt, 4, 6, 8, 9, 10, 11, 13, 15 og 17 við Stillholt og nr. 51, 53, 55 og 57 við Heiðarbraut. 


Kristján Sveinsson og Guðni Tryggvason samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Edda Agnarsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir og Lárus Ársælsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.


3. Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar, 2003, fundarboð  Mál nr. SU030064

Fundarboð á ársfund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar, 2003

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Edda Agnarsdóttir verði fulltrúi nefndarinnar á fundinum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00