Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
49. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 19. janúar 2004 kl. 16:00.
Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson formaður
Kristján Sveinsson
Edda Agnarsdóttir
Lárus Ársælsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Auk þeirra voru mættir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi, Þorvaldur Vestmann, sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Eyrarflöt 4, nýtt hús Mál nr. BN040003
670184-0489 Verk - Vík ehf., Þykkvabæ 13, 110 Reykjavík
Erindi vísað frá Byggingarnefnd, 1286. fundi dags. 20. jan. 2004.
Fyrirspurn Gunnars Árnasonar kt. 101169-5379 hf. Verk- Vík ehf. um hvort fjölga megi íbúðum úr 6 í 8 samkvæmt meðfylgjandi teikningum Lofts Þorsteinssonar byggingarfræðings.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að fjölga íbúðum úr 6 í 8, ásamt þeim breytingum sem það hefur í för með sér. Gera þarf deiliskipulagsbreytingu og mun nefndin taka endanlega afstöðu til málsins þegar tillaga kemur fyrir nefndina.
2. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU020032
440403-3010 Skagatorg ehf. , Stillholti 18, 300 Akranesi
Deiliskipulagsuppdráttur Kristins Ragnarssonar ehf. að Miðbæjarreit með áorðnum breytingum. Uppdráttur með greinargerð dags. 27. nóvember 2003. Samþykktur af meiri hluta bæjarstjórnar 13. janúar 2004.
Tillagan lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda almennan kynningarfund um deiliskipulagstillöguna. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa og boða til fundar.
3. Jaðarsbakkasvæði og Langisandur, skýrsla starfshóps um skipulagsmál Mál nr. SU040002
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Áður frestað erindi. Skýrsla starfshóps um skipulagsmál á Jaðarsbakkasvæði og Langasandi. Jafnframt bréf bæjarráðs Akraness dags. 9. janúar 2004
Rætt um skýrslu starfshóps um skipulagsmál á Jaðarsbakkasvæði og Langasandi. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir tillboði í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið. Skýrslan verði höfð til hliðsjónar við skipulagsgerð.
4. Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030040
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar að deiliskipulagsbreytingu Hafnarsvæðis vegna fiskmarkaðar og fóðurskemmu Stjörnugríss. Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Ein athugasemd barst frá LEX ehf. lögmannsstofu f.h. Sementsverksmiðjunnar hf. dags. 14. janúar 2004.
Jafnframt umsögn Siglingastofnunar Íslands dags. 08.01.2004.
Skipulagsfulltrúa falið að gera greinargerð við athugasemdir Sementsverksmiðjunnar.
5. Smiðjuvellir, Esjubraut 49, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030057
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna lóðarinnar nr. 49 við Esjubraut. Uppdráttur frá Hönnun dags. 15.09.2003. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. Ein athugasemd barst frá Vegagerðinni, bréf dags. 19. desember 2003 vegna fyrirhugaðs hringsotgs.
Jafnframt forhönnun hringtorgs greinargerð og uppdráttur frá Hönnun dags. janúar 2004
Skipulags og umhverfisnefnd leggur til að auglýstri deiliskipulagstillögau verði breytt og tekið verði tillit til landnotkunar vegna hringtorgs sbr. greinargerð og uppdrátt Vegagerðarinnar. Breytt tillaga verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar. Lárus Ársælsson vék af fundi undir þessum lið.
6. Flatahverfi meðfram Þjóðbraut, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU040007
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 9. janúar 2004 vegna umsóknar Stafna á milli ehf. um lóðina nr. 14 við Þjóðbraut.
Skipulags- og umhverfisnefnd er falið að taka svæðið austan Þjóðbrautar til endurskoðunar m.a. með tilliti til aðliggjandi byggðar, legu Þjóðbrautar, gatnamóta Þjóðbrautar og Innnesvegar og tengingu klasa 1 og 2 við Innnesveg.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir tilboðum í breytingu á deiliskipulagi á svæðinu austan Þjóðbrautar samkvæmt bókun bæjarráðs.
7. Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030044
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga dags. 15.1.2004 frá Hönnun að deiliskipulagsbreytingu Akratorgsreits á Hvítanesreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd lítur jákvætt á framkomna tillögu. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir á grundvelli umræðna á fundinum. Breytt tillaga verði lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
8. Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030060
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Breyting á deiliskipulagi í klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna einbýlishúsalóða meðfram Innnesvegi og Garðagrund.
Skipulagsfulltrúa falið að semja við Kanon arkitekta um vinnu við breytingu á deiliskipulagi einbýlishúsalóða við nr. 2-4-6-8 við Dalsflöt og nr. 1-3-5-7 við Bakkaflöt.
9. Umferðarmál, Gatnatenging að golfvelli Mál nr. SU040004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að legu vegar frá Smáraflöt um fyrirhugað hringtorg að golfvelli.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir bráðabirgðatengingu inn á golfvallarsvæðið samkvæmt fyrirliggjandi tillögu og breytingu samkvæmt umræðum á fundinum. Sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að ganga frá málinu.
10. Umferðaröryggismál, hraðahindrun Mál nr. SU040005
Tillaga að staðsetningu á hraðahindrun á Skagabraut og Suðurgötu í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
11. Umferðaröryggismál, handstýrð gangbrautarljós Mál nr. SU040006
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að handstýrðum gangbrautarljósum á Kirkjubraut og Garðagrund.
Lagt fram til kynningar.
12. Verkefni ársins 2004, auglýsing um skipulagsvinnu Mál nr. SU040001
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Drög skipulagsfulltrúa að auglýsingu um skipulagsvinnu sbr. samþykkt nefndarinnar frá síðasta fundi.
Tillaga skipulagsfulltrúa samþykkt.
13. Flatahverfi meðfram Þjóðbraut., bréf Mál nr. SU040008
050602-3170 Stafna á milli ehf , Maríubaug 5, 113
Bréf Engilberts Runólfssonar fyrir hönd Stafnaá milli ehf dags. 14. janúar sl.varðandi lóðirnar nr. 14, 16 og 18 við Þjóðbraut.
Frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45