Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
78. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 8. nóvember 2004 kl. 12:15.
Mætt á fundi: |
Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson |
Auk þeirra var mætt: |
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Aðalskipulagsbreyting, breyting v. Garðalundar og klasa 5 og 6 |
|
Mál nr. SU040068 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Breyting Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts á aðalskipulagi, vegna breytinga á deiliskipulagi Garðalundar og klasa 5 og 6.
Breytingin felst annars vegar í því að breyta landnotkun fyrir þjónustu, verslun og athafnarsvæði í íbúðarsvæði að því undanskyldu að lóð á horni Innnesvegar og Þjóðbrautar verður alfarið fyrir verslun og þjónustu og hins vegar að fella niður safnbraut sem liggja átti milli Garðagrundar og Akranesvegar (þjóðvegar).
Athugasemdafrestur er liðinn og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga um breytingu á aðalskipulagi verði send bæjarstjórn til samþykktar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:30