Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
88. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal að Dalbraut 8, mánudaginn 14. febrúar 2005 kl. 17:00.
Mættir á fundi: |
Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mættir |
Þorvaldur Vestmann Magnússon Guðný J. Ólafsdóttir |
1. |
Hafnarsvæði, aðalskipulagsbreyting á stærð fyllinga á hafnarsvæði |
|
Mál nr. SU040085 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur að breytingu á aðalskipulagi.
Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar þar sem fram kemur sú skoðun að umrædd breyting sé það umfangsmikil að hún geti ekki talist óveruleg. Stofnunin telur að breytingin verði að auglýsa skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því að skipulagshönnuði verði falið að gera viðeigandi breytingar á aðalskipulagstillögu í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
2. |
Hagaflöt 7 - Klasi 5 - 6, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050002 |
500602-3170 Stafna á milli ehf, Maríubaug 5, 113
Erindi Stafna á milli ehf. þar sem farið er fram á deiliskipulagsbreytingu á Hagaflöt 7.
Nýr skipulagsuppdráttur lagður fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Grenndarkynningin nái til lóðarhafa við Hagaflöt 1 til 10 og Holtsflöt 9.
3. |
Garðalundur, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU030032 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og leggur fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 27. janúar.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því að skipulagshönnuði verði falið að gera viðeigandi breytingar á tillögu um breytt aðalskipulag. Breytingin á aðalskipulagi verði auglýst samhliða auglýsingu á nýju deiliskipulagi.
4. |
Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni |
|
Mál nr. SU040088 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Leiðrétting á bókun frá síðasta fundi þar sem misritaðist að auglýsa ætti skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 en það á að vera 25. gr. sömu laga.
Lögð er fram ný tillaga að skipulagi Jaðarsbakka ásamt drögum að greinargerð frá ARKÍS.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leiðrétta bókun frá síðasta fundi þar sem bókað var að auglýsa ætti skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 en það á að vera 25. gr. sömu laga vegna þess að um nýtt skipulag er að ræða.
Umræður um nýjan uppdrátt, tekið aftur upp á næsta fundi.
5. |
Breiðin veitingahús, Bárugötu 15, Akranesi, áfengisleyfi |
|
Mál nr. SU050004 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 7. febrúar 2005 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga fyrir Hauk Smára Gröndal, kt. 031281-3269 f.h. Básenda ehf. kt. 491100-2060 vegna veitingahússins Breiðin, Bárugötu 15, Akranesi.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra.
6. |
Kirkjubraut 39, bensínafgreiðslustöð |
|
Mál nr. SU050005 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 11. febrúar 2005 þar sem óskað er eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á staðsetningu bensínafgreiðslustöðvar á lóðinni nr. 39 við Kirkjubraut.
Fyrir liggur gildandi deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, þar sem gert er ráð fyrir að á lóðinni við Kirkjubraut 39 (41) verði opinberar stofnanir, verslun eða þjónusta. Í skipulagsskilmálum segir um lóðina:
?Á þessari lóð er gert ráð fyrir að bensín og olíusala verði lögð niður og byggingin verði fjarlægð og þar rísi 3ja hæða verslunar- og skrifstofubygging eða stofnanabygging, sem taki mið af Kirkjubraut 37 og Heiðarbraut 40 hvað hæð varðar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar skal vera á milli 0.4 ? 0.6. Byggingin skal vera í sömu byggingarlínu við Kirkjubraut og bygging Pósts og síma.?
Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að meðan núverandi bygging er ekki rifin þá sé bensín- og olíusala heimil.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45