Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
114. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8, mánudaginn 19. september 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Lárus Ársælsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir Elínborg Halldórsdóttir |
Auk þeirra var mætt: |
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Suðurgata 18 - Aðflutt hús, umsókn um byggingarlóð |
|
Mál nr. SU050032 |
200350-4139 Þuríður Maggý Magnúsdóttir, Oddagata 16, 101 Reykjavík
080551-3559 Jón Jóel Einarsson, Oddagata 16, 101 Reykjavík
Erindið var grenndarkynnt skv. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir eigendum fasteignanna Suðurgötu 16,17, 19, 21 og 23, 25 og 26 Háteig 16 og Akursbraut 3. Einnig var lóðareiganda á Suðurgötu 22 send grenndarkynning.
Sviðsstjóra falið að vinna greinargerð um niðurstöðu grenndarkynningar. Gert er ráð fyrir afgreiðslu á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
2. |
Suðurgata 66 - Akratorg, umsögn - fjölbýlishús |
|
Mál nr. SU050058 |
660804-2260 Bræðraból - fjárfestingar ehf, Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi
Bréf Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings kt. 0901572489 dags. 4.9.2005 f.h. Bræðraból-fjárfestingar ehf. þar sem óskað er umsagnar á því að byggja fjölbýlishús með 3-4 lúxusíbúðum og bílgeymslum.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að nú stendur yfir samkeppni um skipulag miðbæjar Akraness. Þar til niðurstaða liggur fyrir í þeirri samkeppni er ótímabært að taka afstöðu til fyrirspurnar bréfritara um íbúðabyggingu á lóðinni Suðurgötu 66.
3. |
Presthúsabraut 31 - Stofnanareitur, deiliskipulagsbreyting- stækkun byggingarreits |
|
Mál nr. SU050036 |
311051-4159 Ragnheiður Gunnarsdóttir, Presthúsabraut 31, 300 Akranesi
Erindi og uppdráttur Ragnheiðar Gunnarsdóttur og Björgvins Eyþórssonar dags. 8. ágúst um stækkun á byggingarreit á lóð nr. 31 við Presthúsabraut. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að senda málið til umsagnar Skipulagsstofnunar.
4. |
Vesturgata 65, sólstofa, svalir og kvistir |
|
Mál nr. SU050052 |
290969-5149 Ingi Már Ingvarsson, Vesturgata 68, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Sigurðssonar dags. 9.8.2005 f.h. Inga Márs Ingvarssonar, um að fá að byggja sólstofu, svalir og tvo kvisti á þak hússins við Vesturgötu 65.
Fyrir liggur skriflegt samþykki annarra meðeigenda í húsinu.
Grenndarkynning skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur farið fram án athugasemda.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna og vísar málinu til afgreiðslu bygginganefndar.
5. |
Sunnubraut 12 - Akratorgsreitur, fyrirspurn |
|
Mál nr. SU040029 |
130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi
Nýjar teikningar lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að málið verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, fyrir íbúum Suðurgötu 99, 103, Sunnubraut 10, 11, 13, 14 og 15.
6. |
Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi |
|
Mál nr. SU050055 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ný drög lögð fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30