Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
118. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8, mánudaginn 10. október 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Leynisbraut - Snúningsrými, notuð sem bílastæði |
|
Mál nr. SU050061 |
070966-5229 Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, Danmörk,
Bréf Gunnars S. Ragnarssonar dags. 3.október 2005 þar sem hann fyrir hönd foreldra sinna, Ragnars Gunnarssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur Leynisbraut 41, kvartar undan því að snúningsrými í botnlanganum þar sem þau búa er notað sem bílastæði og þess vegna notar fólk innkeyrsluna hjá þeim sem snúningsrými.
Meðfylgjandi eru myndir sem sýna þetta.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að sett verði upp skilti sem banna bifreiðastöður í snúningsrýminu og felur sviðsstjóra að ganga frá málinu. Sama verði gert við önnur snúningsrými við Leynisbraut.
2. |
Suðurgata 126, afnot lóða í nágrenni |
|
Mál nr. SU050062 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 29. september 2005 þar sem bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags og umhverfisnefndar á því hvort leyfa eigi afnot af lóðum í nágrenni hússins á Suðurgötu 126.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé rétt að lóðunum verði úthlutað þar sem þær tilheyra Sementsverksmiðjureit sem ekki hefur verið deiliskipulagður.
3. |
Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU050063 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Kynning á hugmyndum nýs deiliskipulags fyrir reit sem afmarkast af Merkurteig, Suðurgötu, Vitateig og Sóleyjargötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndir um deiliskipulagið og útlit húsa sem fyrirhugað er að reisa á svæðinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00