Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

131. fundur 13. mars 2006 kl. 17:00 - 19:00

131. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 13. mars 2006 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


 

1.

Bókasafnsreitur - Stofnanareitur, deiliskipulag

 

Mál nr. SU050073

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Guðmundur Gunnarsson arkitekt mætir á fundinn.

Tillaga að uppdrætti lögð fram vegna deiliskipulagsbreytinga á Bókasafnsreit ? Stofnanareit.

Einnig kynntir skilmálar, gögn sem sýna skuggavarp og tölulegar upplýsingar s.s. varðandi nýtingarhlutfall einstakra lóða.

Hönnuði falið að leggja fyrir næsta fund endanlega tillögu til auglýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

  

2.

Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag

 

Mál nr. SU050063

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Athugasemdafrestur er útrunninn.

Athugasemdir sem bárust lagðar fyrir fundinn.

Sviðsstjóra falið að vinna greinargerð vegna athugasemda sem bárust og leggja fyrir nefndina.

  

3.

Kalmansvellir 2 og 4a, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU060007

 

640774-1189 Pípulagningaþjónustan ehf, Smiðjuvöllum 8, 300 Akranesi

Breytingin var grenndarkynnt lóðahöfum Esjubrautar 47, Smiðjuvöllum 1 og Kalmansvöllum 4b.

Allir aðilar skrifuðu undir samþykki um breytinguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd  leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

  

4.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. febrúar 2006 lagt fram.

Sviðsstjóra falið að ljúka lagfæringum á texta og undirbúa gögn til endanlegrar undirritunar umhverfisráðherra.

  

5.

Garðagrund 3, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050008

 

461083-0489 Arnarfell sf, Smiðjuvöllum 7, 300 Akranesi

650700-2440 Al-Hönnun ehf, Skólabraut 30, 300 Akranesi

Tölvubréf Sveins Knútssonar dags. 13.3.2006 lagt fram.

Á grundvelli gildandi deiliskipulags hafnar skipulags- og umhverfisnefnd beiðni um að aðkoma að fyrirhugaðri byggingu við Garðagrund 3, fari um svæði grenndarstöðvar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.10

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00