Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
49. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 18. febrúar 2008 kl. 16:00.
______________________________________________________
Mætt á fundi: |
Bergþór Helgason, formaður Helga Jónsdóttir Guðmundur Páll Jónsson Guðmundur Magnússon Björn Guðmundsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
Byggingarmál
1. |
Jörundarholt 1C, tengibygging |
(002.961.32) |
Mál nr. SB080013 |
310170-5349 Brandur Sigurjónsson, Jörundarholt 1c, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar f.h. Brands um heimild til að byggja tengibyggingu milli íbúðar og bílgeymslu samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar arkitekts.
Stærð tengibyggingar: 12,2m2 og 37,0m3
Gjöld: 222.380,-kr.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 05.02.2008
2. |
Jörundarholt 5, stækkun íbúðar |
(001.961.19) |
Mál nr. SB080014 |
081167-4789 Einar Indriði Maríasson, Jörundarholt 5, 300 Akranesi
Umsókn Einars um að stækka húsið í átt að götu samkvæmt aðaluppdráttarteikningum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stækkun á húsi: 22,5m2 og 72,0m3
Gjöld: 388.665,-kr
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 05.02.2008
3. |
Akursbraut 11A, fjölgun eignarrýma |
(000.913.20) |
Mál nr. SB080016 |
580305-1290 Njála ehf, Stórhöfða 15, 110 Reykjavík
Umsókn Hildar K. Andrésdóttur kt. 290363-3739 f.h. Njálu ehf um að fjölga eignarhlutum (matseiningum) í húsinu um tvo samkvæmt aðaluppdráttarteikningum Gunnlaugs B. Jónssonar arkitekts. Í húsinu verða eignarhlutar 0101 og 0102 geymsluhúsnæði og 0103 verður undir verkstæði.
Gjöld: 892.798,- kr.
Samþykkt af bygginarfulltrúa þann 06.02.2008
4. |
Höfðasel 4, Stöðuleyfi gáma |
(001.321.14) |
Mál nr. SB080019 |
701267-0449 Smellinn hf., Höfðaseli 4, 300 Akranesi
Umsókn Elías Ólafssonar f.h. Smellinn ehf. um stöðuleyfi fyrir 25 stk. skrifstofugáma.
Gjöld: 240.182,-kr.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 11.02.2008
Stöðuleyfið gildir til 11.02.2009
5. |
Presthúsabraut 37, Bílgeymsla tímabundið í verslun |
(000.552.01) |
Mál nr. SB080021 |
260385-2839 Harpa Dröfn Skúladóttir, Presthúsabraut 37, 300 Akranesi
040282-5059 Ottó Guðmundur Þrastarson, Presthúsabraut 37, 300 Akranesi
Umsókn Hörpu og Ottó um að fá tímabundið leyfi til að setja upp gæludýraverslun í bílgeymslu einbýlishússins. Aðkoma er frá Vallholti og Ægisbraut.
Gjöld: 9.238,-kr.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 12.02.2008
Samþykkið gildir í eitt ár
6. |
Jaðarsbraut 35, Breyting á póstasetningum í gluggum |
(000.683.10) |
Mál nr. SB080022 |
141248-6859 Helga Dóra Sigvaldadóttir, Jaðarsbraut 35, 300 Akranesi
Umsókn Helgu Dóru um að fá að breyta póstasetningu á gluggum hússins, samkvæmt meðfylgjandi rissteikningu af gluggum.
Meðfylgjandi er einnig samþykki meðeigenda hússins.
Gjöld: 9.238,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.02.2008
7. |
Melteigur 8, Rif á geymsluhúsi |
(000.914.04) |
Mál nr. SB080023 |
160942-3479 Dagbjartur Dagbjartsson, Hrísar, 310 Borgarnes
Umsókn Dagbjarts um að rífa geymsluskúr á baklóðinni.
Stærð þess sem rifið verður er 23,6m2
Gjöld: 9.238,-kr.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 14.02.2008
Gengið skal frá vegg aðliggjandi lóðar, þar sem geymslan er/var upp við, í samráði við þann eignaraðila
Aflýsa skal veðböndum ef einhver eru á húsinu, fyrir niðurrif hússins.
8. |
Presthúsabraut 27, fyrirspurn vegna stækkunar á þaki við anddyrri |
(000.552.06) |
Mál nr. SB080020 |
050159-3619 Torfi Guðmundsson, Presthúsabraut 27, 300 Akranesi
Fyrirspurn Torfa Guðmundssonar um að framlengja þak við anddyrri og mynda skýli við inngang hússins. Mjög áveðurs er þarna og brýn þörf á skjólmyndun til að vernda anddyrri fyrir skemmdun vegna veðurs.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda.
Skipulagsmál
9. |
Garðabraut 1, breyting á deiliskipulagi. |
|
Mál nr. SB070180 |
620302-3840 Cura ehf, Ljósuvík 10, 112 Reykjavík
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Ný tillaga og skuggavarp frá Kristni Ragnarssyni arkitekt, lögð fram.
Skipulags- og byggingarnefnd minnir á fyrri bókun nefndarinnar frá 20. desember 2007 þar sem nefndin bókaði að hugsanlegt fjölbýlishús verði ekki hærra en 4 hæðir, ítrekar nefndin þá skoðun sína.
10. |
Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU050063 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Nýr og breyttur uppdráttur af deiliskipulagstillögu vegna athugasemda Skipulagsstofnunar lagður fram.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.
11. |
Flatahverfi klasi 1-2 - Garðagrund 3, deiliskipulagsbreyting v. landnotkunar |
|
Mál nr. SB070149 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Halldóru Bragadóttur, Kanon arkitektum ehf. lögð fram.
Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri fyrir nefndina.
12. |
Skagabraut 17, fyrirspurn |
|
Mál nr. SB070200 |
411076-0169 Fönn ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík
Tölvubréf Ara Guðmundssonar dags. 21. janúar 2008 f.h. Fönn ehf. þar sem hann óskar eftir að nefndin skoði nýtingarhlutfall uppá 0.69.
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á umbeðið nýtingarhlutfall.
13. |
Vesturgata - gangbraut, umsögn |
|
Mál nr. SB080024 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 1. febrúar 2008 þar sem óskað er umsagnar á erindi Þorkels Kristinssonar um að fá gangbraut á Vesturgötu við hús númer 115 til móts við Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og byggingarnefnd felur tækni-og umhverfissviði að fara yfir málið.
14. |
Sunnubraut 7, Erindi frá bæjarráði vegna fyrirspurnar um kaup á lóðarskika |
(000.871.05) |
Mál nr. SB080012 |
Bæjarráð hefur óskað umsagnar skipulags- og byggingarnefndar vegna óskar Hildar Jónsdóttur og Valmundar Eggertssonar um kaup á lóðarskika við lóðina nr. 7 við Sunnubraut.
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að lóðarskikinn verði sameinaður lóðinni Sunnubraut 7.
15. |
Jaðarsbakkar - yfirbyggð sundlaug, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070120 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ný tillaga með breytingu á byggingarreit lögð fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00