Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

52. fundur 08. ágúst 2011 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Þ. Sigurðsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Vesturgata 119 - breyting á landnotkun

1108002

Erindi frá Belindu Engilbertsd. og Ársæli Jóhannssyni um breytingu á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

Umrætt svæði (A4) er skv. skilgreiningu í gildandi aðalskipulagi "athafnasvæði" þar sem fyrst og fremst er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi. Almennt er ekki gert ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum með þeirri undantekningu að heimilt er að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja svo sem íbúð fyrir húsverði.

Gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir frekari byggingum á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að húsnæðinu verði að hluta til breytt í íbúðarhúsnæði.

2.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Athugasemdafrestur vegna umræddrar breytingar rann út 2. ágúst s.l. og eftirtaldar athugasemdir bárust.

1. Frá Lögfræðistofu Reykjavíkur f.h. Skagaverks ehf

2. Frá Guðmundi B. Hannah f.h. íbúa skv. áritunarlista.

3. Frá Birni Inga Finsen

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar áhuga íbúa og vill að boðað verði til opins íbúafundar vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi en tímasetning verður ákveðin síðar. Nefndin óskar einnig eftir því að framkvæmdarstjóri undirbúi vinnslu greinargerðar vegna þeirra athugasemda sem borist hafa.

3.Háteigur 16 umsókn um byggingu bílgeymslu

1106125

Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningarinnar rann út 19. júlí s.l. og engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00