Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Deiliskipulagsbreyting Grenja, Bakkatún 30
1405038
Erindi Skagans um stækkun byggingarreits.
2.Aðalskipulagsbreyting - Kirkjuhvoll (Merkigerði 7) og Vesturgata 101.
1312129
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á lóðunum Merkigerði 7 (Kirkjuhvols) og Vesturgötu 101 var auglýst frá 27. mars til og með 11. maí. 2014. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
3.Aðalskipulagsbreyting vegna Þjóðvegar 15/15A, hitaveitugeymir OR.
1402170
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þjóðvegar 15/15A var auglýst samkvæmt frá 27. mars til og með 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
4.Deiliskipulag, Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 15/15A.
1402171
Tillaga að deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis vegna Þjóðvegar 15/15A, var auglýst frá og með 27. mars til og með 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
5.Grenigrund 7, umsókn um stækkun bílgeymslu og breytingar innbyrðis
1403115
Grenndarkynningu lauk 29. apríl 2014, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynning verði lokið í samræmi 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 16:50.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að heimila umsækjanda að leggja fram deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.