Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

75. fundur 01. október 2012 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Reynir Þór Eyvindsson varamaður
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Háteigur 16 umsókn um að breyta húsinu úr tvíbýlis- í einbýlishús.

1209125

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

Deiliskipulagstillaga lögð fram til umfjöllunar.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagið verði auglýst samkvæmt 41. gr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Landsskipulagsstefna - samræmd stefna ríkisins um skipulagsmál

1208203

Til kynningar.

Lagt fram.

4.Vegalög - Skipulagsmálanefnd Sambandsins

1208204

Til kynningar.

Lagt fram.

5.Almenningssamgöngur - Skipulagsmálanefnd sambandsins

1208195

Til kynningar

Lagt fram.

6.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

Byggingar- og skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála.

Farið yfir stöðu málsins og rætt um næstu skref. Ákveðið að boða skipulagshönnuði á næsta fund nefndarinnar.

7.Náttúruverndarlög - umsögn

1209035

Til kynningar.

Lagt fram.

8.Ólafsvíkuryfirlýsingin - sjálfbær þróun

1209039

Til kynningar.

Lagt fram.

9.Úrgangsmál - drög að landsáætlun

1208192

Til kynningar.

Lagt fram.

10.Umsókn um uppsetningu styttu við Lambhúsasund

1209122

Vísun frá byggingar- og skipulagsfulltrúa samkv. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna umsóknar Haraldar Sturlaugssonar um heimild til að koma fyrir höggmynd af Hafmeyjunni eftir Nínu Sæmundsdóttir í nágrenni Lambhúsasunds, nánari staðsetning og lýsing samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umsögn O.R. liggur fyrir

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.

11.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012

1205089

Tilnefndar voru eftirfarandi einkalóðir: Ásabraut 15, Reynigrund 15, Heiðargerði 8 og Skólabraut 18.
Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir: HB Grandi og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði.
Íbúa- og félagasamtök: Samfélagsstígurinn á Sólmundarhöfða, Vitinn Breið og Leynislækjarflöt.
Fallegasta götumyndin: Leynisbraut 1-6 og Leynisbraut 7-16.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að eftirfarandi fái viðurkenningu: Reynigrund 15 fyrir einkalóð. HB Grandi fyrir fyrirtækjalóð. Samfélagsstígurinn á Sólmundarhöfða í flokki umhverfisverkefna. Leynisbraut 7-16 sem fallegasta götumyndin.

Aðilar verða boðaðir til móttöku viðurkenninga fljótlega.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00