Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Vorhreinsun 2011
1104074
2.Langisandur - útivistarsvæði.
1007074
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar frumkvæði einkaaðila við að byggja sólpall og vaðlaug sunnan við stúku knattspyrnuvallar við Langasand. Nefndin samþykkir að fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi vegna framkvæmdarinnar við vaðlaug verði grenndarkynnt skv. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leggja þarf fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu og formlega umsókn sem nefndin getur tekið til afgreiðslu. Nefndin leggur jafnframt til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa Akraneskaupstaðar um framkvæmdina sem fyrst. Nefndin bendir á að gæta þarf að öryggismálum og fyrirkomulagi á daglegum rekstri mannvirkisins.
3.Byggingarskýrsla 2010
1104056
Drögin voru kynnt og verða tekin til frekari umfjöllunar á næsta fundi.
4.Markaðssetning lóða.
909072
Nefndin fagnar framtakinu og leggur til að það verði kynnt sem víðast.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með fyrirhugað hreinsunarátak í maímánuði sem verður meðal annars unnið í samstarfi við félagasamtök og íbúa.