Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata Breið 132361
1405199
Skipulagslýsing lögð fram.
2.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata 8b
1401204
Tölvupóstur Ingu Jónu starfsmanns HB Granda hf. dags. 2. júní 2014, varðandi umsókn um lóðarstækkun fyrirtækisins. Deiliskipulagsuppdráttur lagður fram.
14. mars s.l. fóru bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd í skoðunarferð á vegum HB Granda hf. Farið var til Reykjanesbæjar og verksmiðjan Haustak skoðuð.
Fyrir liggur óbreytt afstaða umsækjanda um byggingaráform á svæðinu til fyrirspurnar skipulags-og byggingarfulltrúa um breytingu sem fæli í sér að stækkun yrði vestan megin en ekki út á klappir austan megin.
Fyrir liggur óbreytt afstaða umsækjanda um byggingaráform á svæðinu til fyrirspurnar skipulags-og byggingarfulltrúa um breytingu sem fæli í sér að stækkun yrði vestan megin en ekki út á klappir austan megin.
3.Deilisk.- Smiðjuvellir - Kalmansvellir 4A.
1403134
Deiliskipulagsbreyting lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags og byggingarfulltrúa falið að koma á framfæri við skipulagshönnuð leiðréttingu á deiliskipulagsuppdrætti, m.a. málsetningar, þakskegg við lóðamörk.
4.Grenigrund, leiksvæði
1405128
Ósk granna að reisa opið grillskýli á opnu svæði/leiksvæði í eigu Akraneskaupstaðar við Grenigrund.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila íbúum við Grenigrund framkvæmdina. Fyrir liggur undirrituð íbúasamþykkt allra fasteignaeigenda við Grenigrund.
5.Höfðagrund 26, beiðni um leiðréttingu á lóðarmörkum
1405127
Erindi Guðmundínu um breytingu á lóðamörkum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða lóðarhafa á Höfðagrund 26 og 28 um að loka sundi milli húsanna.
6.Gróðrastöð - umsókn um land
1402153
Umsókn Jóns Þóris Guðmundssonar um land undir gróðrarstöð sem vísað var til endurskoðunar Aðalskipulags.
Málið kynnt.
7.Garðyrkjufélag Íslands - ályktanir á aðalfundi 8.4.2014.
1404134
Bréf bæjarráðs dags. 2. maí 2014, varðandi ályktanir Garðyrkufélags Íslands.
Lagt fram.
8.Starf skipulags- og byggingarfulltrúa
1403035
Framkvæmdastjóri Umhverfis-og framkvæmdasviðs lagði fram lista yfir umsækjendur sem sóttu um starfið en þeir voru eftirfarandi:
Arnþór Tryggvason
Drífa Gústafsdóttir
Egill Þórarinsson
Gísli Tryggvason
Guðrún Birna Sigmarsdóttir
Gunnar Sigurgeir Ragnarsson
Helga Rún Guðmundsdóttir
Hildur Bjarnadóttir
Hjördís Sigurðardóttir
Jóhann Víðir Númason
Karl Jóhann Haagensen
Ómar Örn Kristófersson
Róbert Arnar Reynisson
Rósa Hlín Sigfúsdóttir
Rúnar Ingi Guðjónsson
Sindri Birgisson
Hildur Bjarnadóttir arkitekt var ráðinn í starf skipulags-og byggingarfulltrúa. Hildur hefur margra ára reynslu úr starfi sem arkitekt, bæði sjálfstætt og hjá Arkís, VA arkitektum og Mannvirkjastofnun. Á fundi Skipulags-og byggingarnefndar 28.apríl s.l. fór framkvæmdastjóri yfir ráðningarferlið án þess að bókað hafi verið um það sérstaklega.
Nefndin vill bjóða nýjan skipulags- og byggingarfulltrúa velkominn til starfa.
Arnþór Tryggvason
Drífa Gústafsdóttir
Egill Þórarinsson
Gísli Tryggvason
Guðrún Birna Sigmarsdóttir
Gunnar Sigurgeir Ragnarsson
Helga Rún Guðmundsdóttir
Hildur Bjarnadóttir
Hjördís Sigurðardóttir
Jóhann Víðir Númason
Karl Jóhann Haagensen
Ómar Örn Kristófersson
Róbert Arnar Reynisson
Rósa Hlín Sigfúsdóttir
Rúnar Ingi Guðjónsson
Sindri Birgisson
Hildur Bjarnadóttir arkitekt var ráðinn í starf skipulags-og byggingarfulltrúa. Hildur hefur margra ára reynslu úr starfi sem arkitekt, bæði sjálfstætt og hjá Arkís, VA arkitektum og Mannvirkjastofnun. Á fundi Skipulags-og byggingarnefndar 28.apríl s.l. fór framkvæmdastjóri yfir ráðningarferlið án þess að bókað hafi verið um það sérstaklega.
Nefndin vill bjóða nýjan skipulags- og byggingarfulltrúa velkominn til starfa.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verði auglýst.