Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag
1105061
2.Umhverfisþing VII - 14. október 2011.
1107007
Skipulags og umhverfisnefnd ákveður að framkvæmdarstjóri og formaður starfshóps um endurskoðun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar sæki fundinn.
3.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar
1007061
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur ákveðið að umhverfisverðlaun fyrir árið 2011 verði veitt íbúum við Jörundarholt 33-46, fyrir heilsteypta og fallega götumynd þar sem ekki hefur einungis verið hlúð að eignunum sjálfum heldur götunni í heild. Ákveðið er að boða íbúana til móttöku viðurkenningar í næstu viku.
4.Samráðsfundur SKipulagsstofnunar og sveitarfélaga 19-20. maí 2011
1105044
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdastjóri og formaður sæki fundinn.
5.Garðalundur - ýmis verkefni
1109118
Lagt fram til kynningar.
6.Breið - umsókn um lóðarskika
1109117
Borist hefur tölvupóstur frá Birgi Jóhannessyni með fyrirspurn um afnot af lóðarskika á Breið. Hugmynd hans er að gera tilraun með þurrkun á söl.
Framkvæmdarstjóra falið að ræða við bréfritara og afla frekari upplýsinga.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Framkvæmdarstjóri kynnti skýrslu um umferðamál frá Verkfræðistofunni Eflu ehf og drög Skipulagsstofu að greinagerð vegna fyrirliggjandi athugasemda. Skipulags- og umhverfisnefnd ákveður að haldinn verði íbúafundur um málið þann 26. september kl. 20.00.