Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

61. fundur 16. janúar 2012 kl. 16:00 - 17:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Hafdís Sigurþórsdóttir starfsmaður Skipulags- og umhverfisstofu
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Ægisbraut 15 - fyrirspurn

1112059

Umfjöllun um tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Kirkjubraut 46 - breyting á lóð

1111097

Umfjöllun um tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt samkvæmt 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, lóðarhöfum nr. 5 og 7 við Skagabraut og nr. 40 við Kirkjubraut.

3.Fyrirspurn frá Á stofunni ehf um áætlaðar breytingar á Sólmundarhöfða 7

1110263

Kynnt greinargerð og uppdrættir frá fyrirspyrjanda vegna ábendinga nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju með þær breytingar sem hafa verið gerðar á fyrirhugaðri byggingu, sem eru í samræmi við ábendingar nefndarinnar.

4.Sorpmál 2012

1112157

Lögð fram greinargerð um tölulegar upplýsingar um losun sorps á árinu 2011. Samdrátturinn sem orðið hefur á urðun heimilissorps fyrstu 12 mánuði eftir að nýtt verklag var innleitt, er fyllilega í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru í upphafi. Magnið hefur dregist saman um 948 tonn eða 40% miðað við 12 mánaða tímabil fyrir breytingu.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00