Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

39. fundur 24. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson varamaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag

1003080

Gylfi Guðjónsson arkitekt og Vignir Albertsson, skipulagsstjóri Faxaflóahafna mættu á fundinn og kynntu fyrirliggjandi hugmyndir.

2.Endurskoðun aðalskipulags fyrir Akranes.

1012111

Viðræður við Gylfa Guðjónsson, arkitekt um verkefnið.

3.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

Athugasemdafresti lauk 17. jan. s.l. og ein athugasemd barst.

Tvær athugasemdir bárust við drög að deiliskipulagi á Æðarodda, annars vegar vegna innra skipulags á æfinga- og keppnissvæði og hinsvegar vegna mögulegrar slysahættu við Æðarodda 36.

Varðandi æfingasvæðið telur Skipulags- og umhverfisnefnd ekki ástæðu til að bregðast við vegna þess að nánari útfærsla á æfinga- og keppnissvæði er í höndum hestamannafélagsins og er ekki þörf á nákvæmri afmörkun keppnisvallar í deiliskipulagi. Hönnuði verði falið að merkja æfinga- og keppnissvæði sérstaklega en fella út staðsetningu á keppnisvelli.

Varðandi aðgerðir til að draga úr slysahættu þá leggur nefndin til að hönnuði verði falið að útfæra reiðleið og götumynd í samræmi við hugmyndir hestamannafélagsins milli núverandi akstursgatna framhjá Æðarodda 28 og 26.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með framangreindum breytingum skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Höfðasel 2-4 - deiliskipulagsbreyting

1101172

Umsókn Landfesta ehf. og BM Vallár ehf um breytingu á lóðarmörkum á milli lóðanna Höfðasels 2 og 4, ásamt stækkun á byggingareit á lóðinni nr. 2 við Höfðasel skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Bergþór Helgason vék af fundi á grundvelli vanhæfisreglu sveitarstjórnarlaga á meðan fjallað var um málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðahöfum við Höfðasel 1, 3 og 6A.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00