Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Breiðargata 8 umsókn um klæðningu
1205150
2.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði
1205064
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir núverandi grófurðunarsvæði kaupstaðarins og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málins.
3.Deiliskipulag - Jörundarholt
1206004
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að notkun á stórbílastæðinu í Jörundarholti verði breytt þannig að þar verði aðeins heimilt að leggja fólksbílum. Jafnframt verði aðstaða fyrir stóra bíla og atvinnutæki gerð fullnægjandi við Kalmansvelli 5.
4.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi
1012071
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að sett verði upp þjónustumerki við helstu akstursleiðir til að leiðbeina gestum við að finna þjónustu og áhugaverða staði á Akranesi. Byggt verði á tillögum sem þegar hafa verið unnar.
5.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting
1010002
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum á framfæri við skipulagshöfund svo sem um hættu á ágangi sjávar, hæð byggingar o.fl.
6.Tjaldsvæðið í Kalmansvík
810044
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju með tillöguna. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
7.Könnun á ferðatilhögun Akranes/Reykjavík
1203176
Lagt fram.
8.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag
1202219
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig verði boðað til kynningarfundar sem haldinn verði miðvikudaginn 13. júní n.k. kl. 20:00 í bæjarþingsalnum.
9.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012.
1206010
Lagt fram.
10.Kirkjubraut 50 fyrirspurn um breytingu í íbúðarhús
1206028
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að breyta Kirkjubraut 50 í íbúðarhús.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Afgreiðsla til kynningar.