Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Deiliskipulagsbreyting Smiðjuvalla, Kalmansvellir 6 og Smiðjuvellir 3.
1401126
2.Fyrirspurn varðandi breytta notkun lóðar við Heiðarbraut 40.
1401127
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.
3.HB-Grandi - lóðaumsókn, götustæði neðst á Suðurgötu undir fiskmóttökuhús.
1401083
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar HB Granda að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis í samræmi við tillögu HB Granda, bréf dags. 5. desember 2013
4.Deiliskipulagsbreyting - Sólmundarhöfði, innkeyrsla frá Innnesvegi.
1308181
Lagt fram.
5.Aðalskipulagsbreyting - Kirkjuhvoll (Merkigerði 7) og Vesturgata 101.
1312129
Skipulags- og umhverfisnefnd telur skynsamlegt að aðalskipulagi verði jafnframt breytt fyrir Vesturgötu 102, til samræmis við Kirkjuhvol (Merkigerði 7).
Skipulagslýsingin tekur til ofangreindra lóða. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna skipulagslýsingu og leggur til að hún verði kynnt á opnum fundi sem haldinn verður í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18 kl. 17:00.
6.Breiðargata 8b - lóðarstækkun
1401204
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að haldinn verði fundur með nefndinni og bæjarstjórn, þar sem forsvarsmenn HB Granda kynni hugmyndir sínar.
7.Stillholt 17, framkvæmdir án byggingarleyfis.
1310168
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita byggingar- og skipulagsfulltrúa heimild til að beita dagsektum í samræmi við vinnureglur og gjaldskrá Akraneskaupstaðar þar um.
8.Deiliskipulagsbreyting Skógarhverfi 1. áfangi, Viðjuskógar 8-14, og 16-18.
1104152
Farið yfir málið.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að farið verði í breytingu á deiliskipulagi í samræmi við undirritað samkomulag lóðarhafa á lóðunum við Smiðjuvelli 3 og Kalmansvellir 6, dags. 27. janúar 2014.