Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Skipulagsdagurinn 2014
1406193
Málið kynnt.
2.Deilisk.- Nýlendureitur, Melteigur 11 - 13 og Suðurgata 31 - 33.
1406200
Lögð fram deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 43 gr. skipulagslaga nr 123 /2010.
3.Smiðjuvellir 15, byggingarleyfi
1406202
Varðar byggingarleyfisumsókn, hæð á girðingu
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að girðing umhverfis lóð við Smiðuvelli 15 megi vera 2.2 metrar á hæð.
4.Umhverfisverðlaun 2014
1407066
Óskað eftir tillögum frá skipulags- og umhverfisnefnd, hvernig standa eigi að tilnefningum.
Stefnt að þvi að fá tilnefningar frá íbúum fyrir 11.ágúst n.k.
5.Deilisk. - Stofnanareitur - Heiðarbraut 40
1401127
Farið yfir athugasemdir sem bárust vegna deiliskipulagsbreytinga á lóð við Heiðarbraut 40.
Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda nágranna sem bárust vegna deilskipulagsbreytinga á Heiðarbraut 40, með eftirfarandi hætti:
1.
Felldur verður niður fyrirhugaður byggingarhluti suðvestan við núverandi byggingu.
2.
Fyrirhugaður byggingarhluti norðaustan við núverandi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja.
3.
Fjöldi bílastæði skulu a.m.k vera jafnmörg og fjöldi væntanlegra íbúða.
1.
Felldur verður niður fyrirhugaður byggingarhluti suðvestan við núverandi byggingu.
2.
Fyrirhugaður byggingarhluti norðaustan við núverandi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja.
3.
Fjöldi bílastæði skulu a.m.k vera jafnmörg og fjöldi væntanlegra íbúða.
Fundi slitið - kl. 16:45.