Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

74. fundur 03. september 2012 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson varamaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Runólfur Þór Sigurðsson Byggingar- og skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Áður frestað mál eftir grendarkynningu. Ein athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir nágranna ekki gefa tilefni til að hafna fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu. Til að koma til móts við sjónarmið nágranna samþykkir nefndin að eftirfarandi texta skuli bætt við greinargerð deiliskipulagstillögunnar. "Hæð á handriði skal ekki fara yfir lámarkshæð samkv. byggingarreglugerð". Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögunni þannig breyttri til afgreiðslu bæjarstjórnar. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við rökstuðning nefndarinnar.

2.Hafnarbraut 3a umsókn um að fjarlægja tvo niðurgrafna olíugeyma og færa einn.

1208191

Afgreiðsla framkvæmdarleyfis til staðfestingar.

Lagt fram.

3.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012

1205089

Garðyrkjufulltrúi fer yfir þær tilnefningar sem borist hafa í þeim fimm flokkum sem tilnefna á.

Nefndin felur garðyrkjustjóra að undirbúa skoðunarferð nefndarinnar á þá staði sem hafa fengið tilnefningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00