Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

9. fundur 02. júní 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Baugalundur 12, umsókn um byggingarleyfi

905098

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts f.h. Gunnars Ólafssonar um heimild til að reisa einbýlishús samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts. Húsið er forsteypt.
Stærðir
Íbúð: 206,6m2 og 679,3m3
Bílgeymsla: 60,0m2 og 186,0m3

Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.05.2009

Gjöld 8.944.651,-kr

Lagt fram.

2.Húsverndarsjóður 2009

904107

Umsóknir um styrki úr Húsverndunarsjóði frá eftirtöldum aðilum lagðar fram ásamt umsögn forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nærsveita ásamt umsögn Guðmundar Lúthers Hafsteinssonar sem hefur verið að vinna húsakönnun á Akranesi.
Suðurgata 20, eigandi Oli Volden
Deildartún 3, eigendurHörður Hallgrímsson og Geirlaug Jóna Rafnsdóttir.
Bakkatún 22, eigandi Sigríður Hjartardóttir.


Lagt fram.

3.Hagaflöt 9-11 - beiting dagsekta

906024


Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu mála í framhaldi af athugasemdum til byggingaraðila sem gerðar voru vegna ófullnægjandi skila á reyndarteikningum.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áframhaldandi aðgerðir byggingarfulltrúa þar sem byggingaraðilar hafa ekki sinnt kröfum um úrbætur skv. vinnuferli byggingarfulltrúa til beitingar dagsekta sem staðfestar voru í bæjarstjórn 28. október 2008.

4.Samkeppni um nafn á hringtorgum.

905071

Bréf bæjarráðs dags. 26. maí 2009 þar sem Skipulags- og umhverfsnefnd er falin framkvæmd á keppni um nafn á hringtorgum bæjarins.




Skipulags- og umhverfisnefnd felur Framkvæmdastjóra að auglýsa samkeppnina.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00