Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

5. fundur 23. mars 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Heiðarbraut 40 - fyrirspurn um stækkunarmöguleika

902230

Athugun á umferðamálum kynnt

Samkvæmt minnisblaði sem Verkfræðistofan EFLA hefur tekið saman fyrir Skipulags- og umhverfisnefnd munu þær hugmyndir sem fram hafa verið settar ekki skapa umferðaleg vandamál á svæðinu.

Nefndin telur hinsvegar að gera verði þá kröfu að miða skuli við 1 bílastæði fyrir hverja 35 m2 gólfflatar. Fyrirliggjandi hugmyndir uppfylla ekki þær kröfur sem gera þarf til fjölda bílastæða fyrir svo stórt hótel.

2.Krókatún - Deildartún

810182

Lögð fram tillaga með minniháttar lagfæringum frá þeirri tillögu sem rædd var á síðasta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skiplags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Björn Guðmundsson óskaði eftir af fram kæmi að hann telur rétt að byggingarreitir Vesturgötu 49 og 51 séu í götulínu en tillagan gerir ráð fyrir að þeir séu 2 metra frá lóðamörkum.

3.Garðagrund 3 - deiliskipulag

812091

Athugasemdafrestur liðinn - engar athugasemdir bárust.

Deiliskipulagstillagan var auglýst 30. des. 2008 en engar athugasemdir hafa borist.


Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

4.Hjólreiðaáætlun

812090

Sverrir Bollason frá VSÓ mætti á fund nefndarinnar og kynnti "Hjólreiðaáætlun" sem hann hefur unnið fyrir Vegagerðina.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00