Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

79. fundur 03. desember 2012 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Magnús Freyr Ólafsson formaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Björn Guðmundsson varamaður
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Langisandur sem "bláfánaströnd".

1202217

Garðyrkjustjóri fer yfir umsóknarferli.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur verkefnið mikilvægt og í því felist ávinningur fyrir bæjarfélagið. Verkefnið er í samræmi við áherslur í gildandi aðalskipulagi. Nefndin hvetur framkvæmdaráð til að veita fé í verkefnið á næsta ári.

2.Brúarflöt 4, breyting á húsnúmeri.

1202228

Erindi Svavars Sigurðssonar varðandi ofangreint.

Nefndin ítrekar niðurstöðu sína sem kynnt var með bréfi dags. 20. júní s.l. og sent var til stjórnar húsfélagsins og Svavars Sigurðssonar. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að erindi er varða fjöleignahús skulu berast frá stjórn viðkomandi húsfélags.

3.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

Greinagerð og uppdráttur til umsagnar.

Nefndin hóf yfirferð á forsendum aðalskipulags, vinna heldur áfram á næsta fundi nefndarinnar.

4.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

Greinargerði garðyrkjustjóra.

Garðyrkjustjóri lagði fram skýrsludrög og kynnti fyrir nefndarmönnum. Starfshópur um endurskoðun umhverfisstefnu Akraness verður kallaður saman á næstunni.

5.Dalbraut 1 - sjálfsafgreiðslustöð

1211257

Fyrirspurn Smáragarðs um að staðsetningu sjálfsafgreiðslustöð á lóð Dalbrautar 1.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00