Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Jörundarholt 34, umsókn um breytingu á gafli bílgeymslu
1010076
Gjöld kr. 12.512,--
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.10.2010.
Skila þarf inn breytingu á burðarþoli veggjarins.
Framkvæmdaleyfi verður gefið þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd.
2. Skilað hefur verið inn breytingu á burðarþoli veggjarins.
2.Dalbraut 10, umsókn um að setja bráðabirgðaskúr undir glerbrotsvél
1010094
Gjöld kr. 12.512,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.10.2010
Framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd
Lagt fram.
3.Esjuvellir 6, umsókn á breytingu bílgeymslu í hárgreiðslustofu
1010113
Umsókn Gunnars Sigurgeirs Ragnarssonar um heimild til að breyta bílgeymslunni í hárgreiðslustofu. Eignin er í óskipulögðu hverfi. Meðfylgjandi er samþykki aðlyggjandi lóðarhafa svo sem vegna bílamála í nágreninu.
Nefndin fellst á umsóknina enda liggur fyrir samþykki nágranna.
Nefndin bendir umsækjanda á að sækja þarf um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits.
4.Hafnarbraut 3 umsókn um að setja stiga á milli hæða o.fl. innbyrðis breytingar.
1010144
Gjöld kr. 12.512,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21.10.2010
Framkvæmdaleyfi verður gefið þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd
Lagt fram
5.Suðurgata 126, Breyting á húsnæði úr gistiheimili í tvær íbúðir
1010160
Gjöld kr. 12.512,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.10.2010
Skriflegt framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Byggingarstjóri og byggingarmeistarar hafa áritað yfirlýsingu um ábyrgð sína
2. Ofangreind gjöld eru greidd
Lagt fram
6.Reynigrund 5, Staðsetning geymsluhús á lóð
1010161
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.10.2010
Lagt fram.
7.Land undir gróðrarstöð - umsókn
1008104
Tillaga um lóð til úthlutunar.
Það svæði sem til greina kemur fyrir þessa starfsemi er t.d. land milli Einhamars og Akurprýði (landnr. 131244). Landnotkun þess er í dag skilgreind sem óbyggt svæði þannig að áður en af formlegri úthlutun getur orðið er nauðsynlegt að gera breytingu á aðalskipulagi. Sú breyting gæti orðið hluti af fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu (sbr. verkefnatillögu fyrir árið 2010) og í framhaldinu verði unnið nýtt deiliskipulag þar sem lóð fyrir gróðrarstöð yrði nánar skilgreind í samhengi við aðliggjandi svæði. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarráð að tekið verði jákvætt í erindið um að umsækjanda verði úthlutað lóð undir gróðrarstöð á svæði milli Einhamars og Akurprýði (landnr. 131244).
8.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag
1004078
Uppdráttur skipulagshönnuðar verður lagður fram á fundinum.
Nefndin felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri athugasemdum um bílastæði, afmörkun svæðisins, útfærslu á áhorfendasvæði við keppnisvöll og grjótvörn.
9.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011
1009156
Aðalskipulag:
Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við bæjarstjórn að ráðist yrði í endurskoðun aðalskipulags kaupstaðarins á næsta ári. Megináhersla í þeirri endurskoðun yrðu forsendur skipulagsins og göngu- og stígakerfi.
Áætlaður kostnaður vegna aðkeyptrar vinnu við þetta verkefni er kr. 1.500.000,- og auglýsingakostnaður kr. 100.000,- .
Deiliskipulag:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnið verði við eftirtalin deiliskipulagsverkefni á næsta ári.
1 Akratorg ? lokið verði við deiliskipulag Akratorgs og næsta nágrennis á grundvelli niðurstöðu þeirra samkeppni sem fram fór um framtíðarskipulag svæðisins.
Áætlaður kostnaður kr. 1.500.000,-.
2 Breið ? haldið verði áfram með deiliskipulagsvinnu af svæðinu sem hófst á árinu 2010 í samstarfi við Faxaflóahafnir.
Áætlaður kostnaður kr. 2.500.000,-.
3 Skógahverfi ? stærð svæðis endurskoðuð með tilliti til markmiða um þéttleika byggðar á skipulagssvæðinu og íbúðafjölda.
Áætlaður kostnaður kr. 400.000,-.
4 Óskilgreind smærri verkefni.
Áætlaður kostnaður kr. 750.000,-.
Áætlaður heildarkostnaður vegna aðkeyptrar deiliskipulagsvinnu er kr. 5.150.000,- og auglýsingakostnaður er áætlaður kr. 350.000,-.
Formanni og framkvæmdastjóra er einnig falið að vinna kostnaðaráætlun vegna umhverfis- og umferðamála fyrir næsta fund nefndarinnar.
10.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.
1009122
Lagt fram til kynningar.
11.Leynislækjarflöt - skipulag svæðisins.
1010012
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þann áhuga sem íbúar við Leynisbraut og Víðigrund hafa fyrir nánasta umhverfi sínu eins og fram kemur í erindi þeirra og vilja til að stuðla að framgangi verkefnisins með sjálfboðaliðavinnu.
Nefndin bendir á að í gildandi deiliskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði ? leiksvæði þannig að ekki er þörf á að að gera breytingar á gildandi skipulagi svo unnt sé að hrinda hugmyndum íbúanna í framkvæmd.
Nefndin leggur því til við bæjarráð að Framkvæmdastofu (garðyrkjustjóra) verði falið að vinna tillögur að útfærslu (skipulagi) leiksvæðisins og þær hugmyndir mótaðar í sem bestu samstarfi við íbúa svæðisins og skipulags- og umhverfisnefnd.
Fundi slitið.
Lagt fram