Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

33. fundur 25. október 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Jörundarholt 34, umsókn um breytingu á gafli bílgeymslu

1010076

Umsókn Bjarna Vésteinssonar f.h. Jóns Ágústs Þorsteinssonar um heimild til að breyta gafli bílgeymslunnar samkvæmt aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingafræðings. Breytingin felst aðallega í því að tvær bílskúrshurðir eru sameinaðar í eina 4 m breiða hurð.
Gjöld kr. 12.512,--
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.10.2010.
Skila þarf inn breytingu á burðarþoli veggjarins.
Framkvæmdaleyfi verður gefið þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd.
2. Skilað hefur verið inn breytingu á burðarþoli veggjarins.

Lagt fram

2.Dalbraut 10, umsókn um að setja bráðabirgðaskúr undir glerbrotsvél

1010094

Umsókn Jóns Trausta Hervarssonar f.h. Fjöliðjunnar um að fá leyfi til að byggja bráðabyrgða skúr undir flöskubrotsvél við norð- austurhorn hússins, þar sem fyrirhuguð viðbygging við Fjöliðjuna frestast um óákveðinn tíma. Brýnt er að koma flöskubrotsvél út úr húsi þar sem hávaðamengun er frá vélinni og hættulegur glersalli getur komið frá henni líka.
Gjöld kr. 12.512,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.10.2010
Framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram.

3.Esjuvellir 6, umsókn á breytingu bílgeymslu í hárgreiðslustofu

1010113

Vísun frá Byggingarfulltrúa.
Umsókn Gunnars Sigurgeirs Ragnarssonar um heimild til að breyta bílgeymslunni í hárgreiðslustofu. Eignin er í óskipulögðu hverfi. Meðfylgjandi er samþykki aðlyggjandi lóðarhafa svo sem vegna bílamála í nágreninu.

Nefndin fellst á umsóknina enda liggur fyrir samþykki nágranna.

Nefndin bendir umsækjanda á að sækja þarf um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits.

4.Hafnarbraut 3 umsókn um að setja stiga á milli hæða o.fl. innbyrðis breytingar.

1010144

Umsókn Össur Imsland f.h. HB-Granda hf um heimild til að setja stiga á milli hæða og ýmsar innbyrðis breytingar því samfara, til að fullnægja heilbrigðisreglugerðum. Hönnunargögn samkvæmt aðaluppdráttum Össurs Imslands byggingarfræðings
Gjöld kr. 12.512,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21.10.2010
Framkvæmdaleyfi verður gefið þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

5.Suðurgata 126, Breyting á húsnæði úr gistiheimili í tvær íbúðir

1010160

Umsókn þeirra Sigurðar Haraldssonar og Bjarneyjar Jóhannesdóttur um heimild til að breyta húsnæðinu að Suðurgötu 126 úr gistiheimili í tvær íbúðir, samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts. Einnig er verið að breyta póstasetningu glugga, setja upp svalir og setja inngangshurð út að Suðurgötu.
Gjöld kr. 12.512,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.10.2010
Skriflegt framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Byggingarstjóri og byggingarmeistarar hafa áritað yfirlýsingu um ábyrgð sína
2. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

6.Reynigrund 5, Staðsetning geymsluhús á lóð

1010161

ósk um staðfestingu leyfis á staðsetningu geymsluskúrs á lóð samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.10.2010

Lagt fram.

7.Land undir gróðrarstöð - umsókn

1008104

Erindi vísað til skipulagsnefndar frá bæjarráði.
Tillaga um lóð til úthlutunar.

Það svæði sem til greina kemur fyrir þessa starfsemi er t.d. land milli Einhamars og Akurprýði (landnr. 131244). Landnotkun þess er í dag skilgreind sem óbyggt svæði þannig að áður en af formlegri úthlutun getur orðið er nauðsynlegt að gera breytingu á aðalskipulagi. Sú breyting gæti orðið hluti af fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu (sbr. verkefnatillögu fyrir árið 2010) og í framhaldinu verði unnið nýtt deiliskipulag þar sem lóð fyrir gróðrarstöð yrði nánar skilgreind í samhengi við aðliggjandi svæði.

Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarráð að tekið verði jákvætt í erindið um að umsækjanda verði úthlutað lóð undir gróðrarstöð á svæði milli Einhamars og Akurprýði (landnr. 131244).

8.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

Borist hafa tillögur frá Hestamannfél. Dreyra um fyrirkomulag á keppnis- og æfingasvæði félagsins.
Uppdráttur skipulagshönnuðar verður lagður fram á fundinum.

Nefndin felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri athugasemdum um bílastæði, afmörkun svæðisins, útfærslu á áhorfendasvæði við keppnisvöll og grjótvörn.

9.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Tillaga að verkefnum á árinu 2011 ásamt kostnaðaráætlun.

Aðalskipulag:

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við bæjarstjórn að ráðist yrði í endurskoðun aðalskipulags kaupstaðarins á næsta ári. Megináhersla í þeirri endurskoðun yrðu forsendur skipulagsins og göngu- og stígakerfi.

Áætlaður kostnaður vegna aðkeyptrar vinnu við þetta verkefni er kr. 1.500.000,- og auglýsingakostnaður kr. 100.000,- .

Deiliskipulag:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnið verði við eftirtalin deiliskipulagsverkefni á næsta ári.

1 Akratorg ? lokið verði við deiliskipulag Akratorgs og næsta nágrennis á grundvelli niðurstöðu þeirra samkeppni sem fram fór um framtíðarskipulag svæðisins.

Áætlaður kostnaður kr. 1.500.000,-.

2 Breið ? haldið verði áfram með deiliskipulagsvinnu af svæðinu sem hófst á árinu 2010 í samstarfi við Faxaflóahafnir.

Áætlaður kostnaður kr. 2.500.000,-.

3 Skógahverfi ? stærð svæðis endurskoðuð með tilliti til markmiða um þéttleika byggðar á skipulagssvæðinu og íbúðafjölda.

Áætlaður kostnaður kr. 400.000,-.

4 Óskilgreind smærri verkefni.

Áætlaður kostnaður kr. 750.000,-.

Áætlaður heildarkostnaður vegna aðkeyptrar deiliskipulagsvinnu er kr. 5.150.000,- og auglýsingakostnaður er áætlaður kr. 350.000,-.

Formanni og framkvæmdastjóra er einnig falið að vinna kostnaðaráætlun vegna umhverfis- og umferðamála fyrir næsta fund nefndarinnar.

10.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.

1009122

Dagskrá ársfundar Umhverfisstofnunar sem haldinn verður 29. okt. n.k. í Borgarnesi - kynning.

Lagt fram til kynningar.

11.Leynislækjarflöt - skipulag svæðisins.

1010012

Erindi frá íbúum við Leynisbraut og Víðigrund varðandi skipulag á opnu svæði milli Leynislækjar og Víðigrundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þann áhuga sem íbúar við Leynisbraut og Víðigrund hafa fyrir nánasta umhverfi sínu eins og fram kemur í erindi þeirra og vilja til að stuðla að framgangi verkefnisins með sjálfboðaliðavinnu.

Nefndin bendir á að í gildandi deiliskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði ? leiksvæði þannig að ekki er þörf á að að gera breytingar á gildandi skipulagi svo unnt sé að hrinda hugmyndum íbúanna í framkvæmd.

Nefndin leggur því til við bæjarráð að Framkvæmdastofu (garðyrkjustjóra) verði falið að vinna tillögur að útfærslu (skipulagi) leiksvæðisins og þær hugmyndir mótaðar í sem bestu samstarfi við íbúa svæðisins og skipulags- og umhverfisnefnd.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00