Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Bárugata 17, Sameining eigna
910015
Gjöld kr. 12.007,-
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 07.10.2009
Eftir skráningu í Fasteignaskráningu Íslands vegna þessa gjörnings skal eigandi sækja um það að fella úr gildi núgildandi eignaskiptasamning vegna þessara eigna hjá Sýslumanninum á Akranesi.
2.Tindaflöt 2-8 umsókn um svalalokanir
910108
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.10.2009
Skila skal inn burðarvirkisuppdráttum af þökum efstu hæða og frágangi þar. Einnig skal skila inn vottun efna fyrir fyrir brautir og gler.
Gjöld kr. 12.007,-
Lagt fram.
3.Vallholt 5 - aðalskipulagsbreyting
810001
Athugasemd barst frá eigendum efri hæðar Vallholts 7, þeim Frey Breiðfjörð Garðarssyni og Finndísi Helgu Ólafsdóttur.
Greinargerð framkvæmdastjóra lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki orðið við athugasemdum bréfritara enda er eingöngu verið að breyta landnotkun en ekki hámarkshæð byggingar sem verður áfram 5,5 metrar skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
4.Umferðaskilti - öryggi barna við skóla
910031
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að sett verði upp sérstök skilti til að stuðla að auknu umferðaröryggi barna við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.
Nefndin heimilar uppsetningu skiltanna í samráði við Framkvæmdastofu.
5.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.
910042
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar þessu framtaki til að bæta umferðaröryggi á Akranesi og leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningur við Umferðastofu verði undirritaður.
6.Slaga.
812147
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir Skógræktarfélagsins á svæðinu en bendir á að málið þarf að fara til umfjöllunar skipulagsyfirvalda í Hvalfjarðarsveit.
7.Skagabraut 21 - Viðbygging við bílskúr
811144
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í beiðnina og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda.
8.Ketilsflöt - takmörkun umferðarhraða.
906167
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að leyfilegur hámarkshraði á 160 metra kafla framan við leikskólann Akrasel verði lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst. og breytingin auglýst.
9.Viskubrunnur í Álfalundi
901156
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hætt verði við að leita tilboða í deiliskipulagsvinnu vegna Garðalundar og verkefnið unnið af Skipulags- og umhverfisstofu.
10.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2009.
910003
Fundi slitið.
Lagt fram.