Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

16. fundur 02. nóvember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Bárugata 17, Sameining eigna

910015

Umsókn Gunnars M. Eðvarðssonar umsjónamanns uppboðseigna f.h. Íbúðalánasjóðs um heimild til að sameina þrjár eignir í eina séreign sem verður 0101 og með fastanúmerið 210-2460.

Gjöld kr. 12.007,-

Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 07.10.2009
Eftir skráningu í Fasteignaskráningu Íslands vegna þessa gjörnings skal eigandi sækja um það að fella úr gildi núgildandi eignaskiptasamning vegna þessara eigna hjá Sýslumanninum á Akranesi.

Lagt fram.

2.Tindaflöt 2-8 umsókn um svalalokanir

910108

Umsókn Kristínar Guðjónsdóttur kt: 130560-4239 f.h. Tindaflöt 2-8 húsfélag um heimild til að setja svalalokanir á nokkrar svalir hússins samkvæmt aðaluppdráttarteikningum Kristins Ragnarssonar arkitekts. Um er að ræða svalalokanir á eignir 0202, 0203, 0204 og 0306 í mhl. 01 og eignir 0202, 0401, 0402 og 0502 í mhl. 02. Kerfið er póstalaust af viðurkenndri gerð frá Cover

Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.10.2009
Skila skal inn burðarvirkisuppdráttum af þökum efstu hæða og frágangi þar. Einnig skal skila inn vottun efna fyrir fyrir brautir og gler.
Gjöld kr. 12.007,-


Lagt fram.

3.Vallholt 5 - aðalskipulagsbreyting

810001

Athugasemdafrestur vegna aðalskipulagsbreytingar rann út 9. október 2009.
Athugasemd barst frá eigendum efri hæðar Vallholts 7, þeim Frey Breiðfjörð Garðarssyni og Finndísi Helgu Ólafsdóttur.

Greinargerð framkvæmdastjóra lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki orðið við athugasemdum bréfritara enda er eingöngu verið að breyta landnotkun en ekki hámarkshæð byggingar sem verður áfram 5,5 metrar skv. gildandi deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

4.Umferðaskilti - öryggi barna við skóla

910031

Tölvupóstur Sigurðar Þórs Sigurðssonar og Magneu Guðlaugsdóttur, verkefnastjóra umferðafræðslu í Grundaskóla dags. 8. október 2009 þar sem þau óska eftir að fá að setja upp öryggisskilti við grunnskólana þar sem vakin er athugli á ungum nemendum í umferðinni.





Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að sett verði upp sérstök skilti til að stuðla að auknu umferðaröryggi barna við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.


Nefndin heimilar uppsetningu skiltanna í samráði við Framkvæmdastofu.

5.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

Tillaga að samstarfssamningi lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar þessu framtaki til að bæta umferðaröryggi á Akranesi og leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningur við Umferðastofu verði undirritaður.

6.Slaga.

812147

Uppdrættir lagðir fram til kynningar á fyrirhugaðri aðstöðu Skógaræktarfélags Akraness í Slögu.




Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir Skógræktarfélagsins á svæðinu en bendir á að málið þarf að fara til umfjöllunar skipulagsyfirvalda í Hvalfjarðarsveit.

7.Skagabraut 21 - Viðbygging við bílskúr

811144

Fyrirspurn Hlyns Eggertssonar dags. 21. október 2009 vegna óska um breytingu á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í beiðnina og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda.

8.Ketilsflöt - takmörkun umferðarhraða.

906167

Tillaga og uppdráttur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu vegna lækkunar hámarkshraða kynnt.






Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að leyfilegur hámarkshraði á 160 metra kafla framan við leikskólann Akrasel verði lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst. og breytingin auglýst.

9.Viskubrunnur í Álfalundi

901156


Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hætt verði við að leita tilboða í deiliskipulagsvinnu vegna Garðalundar og verkefnið unnið af Skipulags- og umhverfisstofu.

10.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2009.

910003

Dagskrá fundarins lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00