Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Heiðagerði 11 umsókn um viðbyggingu
909126
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts f.h. Guðmundar Guðmundssonar um heimild til að byggja við húsið sólstofu og stækkun á anddyri samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts. Einnig er verið að stækka kjallarann. Viðbyggingin er staðsteypt.
Meðfylgjandi eru yfirlýsingar og samþykki eigenda aðliggjandi lóðar um samþykki fyrir þessari stækkun.
Heildar stærð viðbyggingar er 44,9m2 og 119,3m3
Gjöld kr. 923.736,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.09.2009
Meðfylgjandi eru yfirlýsingar og samþykki eigenda aðliggjandi lóðar um samþykki fyrir þessari stækkun.
Heildar stærð viðbyggingar er 44,9m2 og 119,3m3
Gjöld kr. 923.736,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.09.2009
2.Krókatún - Deildartún, deiliskipulag
810182
Endanlegur uppdráttur lagður fram ásamt samþykki nágranna vegna byggingarreits fyrir bílskúr á lóð Deildartúns 10.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
3.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag
907047
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar um breytt deiliskipulag rann út 24. september s.l.
Ein athugasemd barst í tölvupósti, frá Birni Inga Finsen.
Ein athugasemd barst í tölvupósti, frá Birni Inga Finsen.
Nefndin þakkar ábendingar bréfritara. Þar sem ekki komu fram efnislegar athugasemdir í bréfinu telur nefndin ekki þörf á frekari umfjöllun.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
4.Höfðagrund - landsvæði suðaustan við hús nr. 11 og nr. 25-27.
909062
Bréf bæjarráðs dags. 21. september 2009 þar sem óskað er umsagnar Skipulags- og umhverfisstofu á óskum Trésmiðjunnar Akurs ehf. um að fá úthlutun á landsvæði við Höfðagrund.
Björn Guðmundsson vék af fundi.
Afgreiðslu frestað.
5.Rafbílavæðing Íslands.
909121
Bréf bæjarráðs dags. 1. okt. 2009 þar óskað er umsagnar nefndarinnar á bréfi frá Northern Lights Energy ehf.
Skipulags- og umhverfissnefnd fagnar umræðum um rafbílavæðingu á Íslandi og leggur til að bæjaryfirvöld afli frekari upplýsinga um málið.
6.Umhverfisþing VI - 9.- 10. október 2009.
909115
Nefndin samþykkir að Magnús Guðmundsson og Þorvaldur Vestmann fari f.h. nefndarinnar.
7.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2009.
910003
Lagt fram.
Fundi slitið.
Lagt fram.