Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

20. fundur 01. febrúar 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Fulltrúar sóknarnefndar mættu á fundinn.





Ræddar voru hugmyndir að svæði fyrir nýjan kirkjugarð og/eða stækkun á núverandi garði. Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga um kostnað vegna nauðsynlegra undirbúningsrannsókna.

2.Æðaroddi - breyting á deiliskipulagi

1001077

Fyrirspurn Guðjóns Kristjánssonar dags. 14.1.2010 um breytingu á deiliskipulagi vegna Æðarodda 41.



Framkvæmdastjóra falið að ræða við umsækjanda.

3.Skagabraut 21 - Viðbygging við bílskúr

811144

Ný tillaga að breytingu á deiliskipulagi lögð fram.



Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997, fyrir lóðarhöfum við Skagabraut 19, 23 og Háholt 14, 16 og 18.

4.Kirkjubraut 11 - deiliskipulagsbreyting

1002009

Ný tillaga að breytingu á deiliskipulagi lögð fram.



Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997, fyrir lóðarhöfum við Kirkjubraut 13, Akurgerði 11,12,13,15A,15B,17, Heiðargerði 11,12,13,14.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00