Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

118. fundur 01. september 2014 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
  • Karitas Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Gróðrastöð - umsókn um land

1402153

Kynntar fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi við Miðvogslækjarsvæðí.
Breyting tekur til þess að óbyggt svæði verði breytt í opið svæði til sérstakra nota samkvæmt framlögðum uppdrætti. Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

2.Deilisk.- Smiðjuvellir - Kalmansvellir 4A.

1403134

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna Kalmansvalla 4A, var auglýst frá og með 17. júlí til og með 30. ágúst 2014. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

3.Deilisk.- Breið

1407007

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðar, var auglýst frá og með 17. júlí til og með 28. ágúst 2014. Ein athugasemd barst.
Í athugasemd er lagt til að sleppa útsýnispalli við Skarfavör, en áhersla lögð á aðstöðu fyrir kajaka, árabáta og litla seglbáta, sem síðan væri hægt að geyma á planinu. Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar athugasemdina. Nefndin tekur ekki undir ofangreinda athugasemd.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bætt verði við byggingarreitum, annars vegar við Skarfavör og hins vegar við væntanleg bílastæði.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ofangreindum breytingum og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

4.Deilisk.- Breiðarsvæði, Breið 132361

1405199

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis, var auglýst frá og með 17. júlí til og með 28. ágúst 2014. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

5.Umhverfisverðlaun 2014.

1407066

Farið var í skoðunarferð miðvikudaginn 28. ágúst s.l.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir eftirfarandi viðurkenningar fyrir fallegar og velhirtar lóðir:
Samúel Ágústsson og Anna Berglind Einarsdóttir fyrir Bjarkargrund 33.
Reynir Þorsteinsson og Guðbjörg Árnadóttir fyrir Steinsstaðaflöt 15.

6.Dalbraut 10- umsókn um gróðurhús

1408064

Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð bygging rýmist ekki innan nýtingarhlutfalls lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði grenndarkynnt samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteigna að Dalbraut 8 og 14 ásamt Þjóðbraut 9 og 11.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00