Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata 8b
1401204
Afgreiðsla bæjarráðs á fundi 3228 11.9.2014.
Farið yfir stöðu málsins.
2.Heiðarbraut 38A, bílastæði innan lóðar.
1409191
Heimild til að setja bílastæði innan lóðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við meðeigendur.
3.Styrkir og auglýsingar 2014 (styrktarlínur)
1401102
Bréf dags. 15. sept. s.l. varðandi styrk til samtakana Við stólum á þig.
Skipulags-og umhverfisnefnd tekur undir nauðsyn þess að fækka plastpokum í umferð en vísar erindinu að öðru leyti til bæjarráðs.
4.Deilisk.- Grenja, Bakkatún 30
1405038
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grenja vegna Bakkatúns 30, breytingin var auglýst frá og með 20. ágúst til og með 1. okt 2014. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar. Einar Brandsson vék af fundi þegar þessi dagskrárliður var ræddur.
5.Deilisk.- Nýlendureitur, Melteigur 11 - 13 og Suðurgata 31 - 33.
1406200
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nýlendurreits vegna lóða nr. 11 og 13 við Melteig og nr. 31 og 33 við Suðurgötu. Tillagan var auglýst frá 20. ágúst til og með 1. okt. 2014. Tvær athugasemdir bárust.
Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að vinna greinargerð um málið. Einar Brandsson vék af fundi þegar þessi dagskrárliður var ræddur.
6.Deilisk. - Stofnanareitur - Heiðarbraut 40
1401127
Tillaga að breytingu deiliskipulags Stofnanareits vegna Heiðarbrautar 40 lagt fram.
Skipulags og byggingarfulltrúa falið að koma með tillögu að framhaldi málsins í samræmi við breyttan deiliskipulagsuppdrátt dagsettan 26.09.2014 frá Mansard teiknistofu ehf.
7.Aðal- og deilisk. Þjóðvegur 15
1402153
Farið yfir athugasemdir sem komu fram á fundi 22.09.2014 um skipulagslýsingu vegna breytts aðalskipulags á lóð við Þjóðveg 15. Ennfremur farið yfir bréf dagsett 1.10.2014 frá eigendum Þjóðvegar 13 og 13A. Í ljósi athugasemda leggur skipulags-og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag verði útvíkkað yfir á lóðir við Þjóðveg 13 og 13A.
8.Seljuskógar 1 - 5 - umsókn um lóð
1409072
Umsókn Eyfaxa ehf um að fá að breyta deiliskipulagi lóðanna.
Málinu er frestað.
Fundi slitið - kl. 17:35.